Hið vinsæla Íslandsmót í paratvímenningi verður haldið helgina 13.-14. maí í húsnæði Bridgesambands Íslands að Síðumúla 37. Keppnisstjóri verður Sigurbjörn Haraldsson.
Stofnaður hefur verið reikningur til söfnunar fyrir Arnar Geir Hinriksson, bridgespilara frá Ísafirði, sem varð fyrir því óláni að hryggbrotna á skíðum um páskahelgina og lamast af þeim sökum.
Íslandsmótið í tvímenningi fór fram um helgina og lauk í dag.48 pör spiluðu á laugardag og sunnudag og 24 efstu spiluðu svo til úrslita á sunnudag og mánudag.
Kjördæmamótið 2006 verður haldið á Akureyri 20.-21.maí næstkomandi. Spilað verður í nýjum sal Brekkuskóla, Laugargötu (við hliðina á Sundlaug Akureyrar).
Þóranna Pálsdóttir og Ragna Briem voru funheitar eftir Landsliðkeppni kvenna og unnu spilakvöld Mánudagsklúbbsins 24. apríl með glæsilegu skori, 64,1%.
Landsliðskeppni kvenna fór fram nú um helgina. Tvær efstu sveitirnar spilar síðar úrslitaleik og sveitin sem sigrar verður kvennalandslið Íslands á Evrópumótinu í Póllandi í ágúst.
Úrslitakeppni Íslandsmótsins í tvímenningi fer fram dagana 29. apríl - 1. maí. Keppnisstjóri verður hinn röggsami Björgvin Már Sigurðsson. Í upphafi keppa 56 pör í riðlakeppni.
Halldórsmót B.A. spennandi Síðastliðinn þriðjudag var spilað annað kvöldið af þremur í Board-a-Match sveitakeppni Bridgefélags Akureyrar.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar