Rúnar Gunnarsson og Ómar Olgeirsson byrjuðu Sumarbridge 2006 með glæsilegu skori, 69,6%. Þetta er með hærri skorum sem hefur náðast þegar spilaður hefur verið Monrad Barómeter.
Sumarbridge mun verða þrisvar í viku í sumar, mánudags-, miðvikudags- og föstudagskvöld og hefst alltaf klukkan 19:00. Spilaform verður ávallt monrad barómeter með forgefnum spilum og áformað að nota oftast Bridgemate tölvurnar við útreikning.
Reykvíkingar unnu glæstan sigur í Kjördæmamótinu sem fram fór á Akureyri um síðustu helgi, höfðu 25 stiga forystu á N-Eystra þegar up var staðið. Í ár voru Færyeingar með í fyrsta sinn, en þeir hafa sýnt áhuga á að vera þátttakendur í þessari skemmtilegu keppni á næstu árum.
Bikarmeistarar síðasta árs taka nú um helgina þátt í móti í Rottneros. Etja þar kappi bikarmeistarar allra Norðurlanda. Fyrir Íslands hönd spila Jón Baldursson, Þorlákur Jónsson, Aðalsteinn Jörgensen og Sverrir Ármannsson.
Skráning er hafin í bikarkeppni Bridgesambands Íslands og er hægt að skrá sig hér. Dregið verður í fyrstu umferðina á kjördæmamótinu á Akureyri helgina 20.-21. maí.
Einmenningsmót BR fyrir bronsstigahæstu spilara BR í vetur fór fram þriðjudaginn 16.maí. Veglegt gjafabréf frá Heimsferðum fyrir sigurvegarann!! Einnig voru veitt verðlaun fyrir stigahæsta spilara vetrarins, efstu konuna og yngri spilarann.
Jón Stefánsson og Mangús Sverrisson skutust í efsta sætið í lokaumferðinni og unnu sér inn gjafabréf á veitingastaðinn Lauga-Ás. Ísak Örn Sigurðsson og Halldóra Magnúsdóttir voru í 2. og fengu þau gjafakörfu frá SS sem og Rúnar Gunnarsson og Hermann Friðriksson sem voru dregnir út af handahófi.
Stjórnarfundur Bridgesambands Íslands
7. fundur var haldinn mánudaginn 15. maí klukkan 17:30 – 19.15
Mættir: Frímann Stefánsson, Guðmundur Baldursson, Halldóra Magnúsdóttir, Helgi Bogason, Hrafnhildur Skúladóttir, Ísak Sigurðsson, Kristján Blöndal, Ómar Olgeirsson, Páll Þórsson og Sveinn Eiríksson.
Að loknum 29 í paratvímenningnum enduðu Hjördís Sigurjónsdóttir og Kristján Blöndal í efsta sæti með 58,7% skor en staða efstu para varð annars þannig.
Rúnar Gunnarsson og Hermann Friðriksson toppuðu á réttum tíma í Mánudagsklúbbnum og unnu sér inn gjafakörfu frá SS. Þeir enduðu 2 stigum fyrir ofan Óttar og Ara með +26 sem jafngildir 59.3% skori.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar