SIGUR ÍSLENSKRAR SVEITAR Í SVÍÞJÓÐ

þriðjudagur, 12. desember 2006

Sveit skipuð íslenskum spilurum vann öruggan sigur á árlegu alþjóðlegu móti í Uppsala í Svíþjóð sem spilað var helgina 9.-10. desember. Spilarar í sveitinni voru Ísak Örn Sigurðsson, Ómar Olgeirsson, Stefán Jónsson og Steinar Jónsson. Þátt tóku 18 sveitir og voru spilaðar 17 umferðir, allir við alla, 6 spila leikir. Sveit Íslendinganna, Þrír frakkar, endaði með 313 stig sem gera rúmlega 18,4 stig í leik að meðaltali.
Næstu sveitir voru með 288, 276 og 274 stig. Þetta er í annað sinn sem íslensk sveit tekur þátt í þessu móti, í fyrra hafnaði sveit Garða og véla í þriðja sæti.

Sjá nánar hér    (Resultat UBS-Lagguld og UBS-Lagguld IAF)

Uppsala 2006-Þrír Frakkar
Sigurvegarar í Svíþjóð:
Ísak Örn Sigurðsson, Stefán Jónsson, Ómar Olgeirsson og Steinar Jónsson


 

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar