BR- Cavendish - Jólasveinatvímenningur - Jólamótið - Reykjavíkurmót

miðvikudagur, 13. desember 2006

Þriggja kvölda Cavendish tvímenningi hjá Bridgefélagi Reykjavíkur lauk með sigri Kristjáns Blöndal og Ómars Olgeirssonar en fast á hæla þeirra komu Guðmundur Baldursson og Steinberg Ríkarðsson.

1. Ómar Olgeirson - Kristján Blöndal                       1748
2. Guðmundur Baldursson - Steinberg Ríkarðsson  1728
3. Ljósbrá Baldursdóttir - Matti/Maggi/Ásmundur   1223
4. Hermann Friðriksson - Jón Ingþórsson               1149
5. Páll Valdimarsson - Sverrir Kristinsson jr.             911
6. Guðmundur Sv. Hermannsson - Helgi Jóhanns.   755

Þriðjudaginn 19.desember verður jólasveinatvímenningur! Vissara er að mæta með jólasveinahúfu til að eiga betri möguleika á vinningum! 
Minningarmót Harðar Þórðarsonar, jólamót BR og SPRON fer fram 30.desember í Síðumúla 37. 
Hefst kl. 11:00. Hægt að skrá sig á heimasíðu BR, bridge.is/br og einnig á skrifstofu BSÍ í síma 587-9360. Vissara að skrá sig tímanlega!
Minnt er á Reykjavíkurmótið í sveitakeppni 9.-21.janúar. Sjá nánar á bridge.is/br.

Skrá sig hér í Jólamótið 30.des - Ath, hefst kl. 11:00

Skrá sig hér í Reykjavíkurmótið í sveitakeppni 2007

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar