Hraðsveitakeppni Sparisjóðs Norðlendinga

miðvikudagur, 6. desember 2006
Nú er lokið tveimur kvöldum af þremur í hraðsveitakeppninni hjá Bridgefélagi Akureyrar en þátt taka 8 sveitir. Pör voru dregin í sveitir með tilliti til árangurs í Akureyrarmótinu í tvímenningi sem er nýlokið. 4 spil eru spiluð við hverja sveit þar sem hvert spil gefur frá 9-9 til 18-0 eftir ákveðnu kerfi.
Besti árangur kvöldsins:
1. Sv. Gissurs Jónassonar          288
2. Sv. Frímanns Stefánssonar     276
3. Sv. Soffíu Guðmundsdóttur     271
Efstu sveitir eru nú:
1. Sv. Frímanns Stefánssonar     547
2. Sv. Soffíu Guðmundsdóttur     524
3. Sv. Gissurs Jónassonar         518
Með Frímanni spila Reynir Helgason, Valmar Valjoets og Pétur Gíslason
Sunnudaginn  3.des fór svo:
1. Brynja Friðfinnssdóttir - Sveinbjörn Sigurðsson +10
2. Reynir Helgason - Sigurður Erlingsson +7
3. Víðir Jónsson - Stefán Sveinbjörnsson +3

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar