Guðni Ingvarsson og Loftur Pétursson hafa náð góðri forustu í Butler keppni BH með 92 impa í plús.Næstu pör eru með 63 í plús eða minna.
Heilsuhornstvímenning lokið Hermann Huijbens og aðrir eigendur Heilsuhornsins hafa undanfarin ár styrkt eitt mót hjá B.A. með glæsilegum vinningum en því er nýlokið.
Kvennanámskeið eru nú að hefjast hjá Guðmundi Páli Arnarssyni, en þau eru haldin fimmtudagskvöldin 8.mars - 10. maí. Námskeiðin verða frá klukkan 19:00-22:00. Stundatafla námskeiðanna er eftirfarandi: 1. Fimmtudaginn 8. mars 2. Fimmtudaginn 29. mars 3. Fimmtudaginn 12. apríl 4. Fimmtudaginn 19. apríl 5. Fimmtudaginn 26. apríl 6. Fimmtudaginn 3. maí 7. Fimmtudaginn 10. maí Athugið að námskeiðin verða ekki fimmtudagana 15. og 22. mars og 5. apríl.
Minnt er á að hægt er að skoða útsendingar á Bridgebase hér Þeir sem voru að spila gátu auðvitað ekki fylgst með en hægt er að skoða leikina eftir á.
4. Stjórnarfundur BSÍ Haldinn mánudaginn 26. febrúar 2007 kl 17:30. Mættir voru: Guðmundur Baldursson, Garðar Garðarsson, Helgi Bogason, Hrafnhildur Skúladóttir, Ísak Örn Sigurðsson, Kristján Blöndal, Loftur Þór Pétursson og Ómar Olgeirsson.
Næsta þriðjudag, 27. febrúar, hefst 5 kvölda aðalsveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur. Spilaðir verða tveir 16 spila leikir á kvöldi. Spilað er að venju í Síðumúla 37 og hefst spilamennska kl.
Guðrún Jörgensen og Guðlaugur Sveinsson unnu kvöldið með 1 stigi meira en Magnús Sverrisson og Halldór Þorvaldsson. Guðrún og Guðlaugur unnu sér inn gjafabréf á Lauga-Ás og Magnús og Halldór fengu gjafabréf hjá SS.
Íslandsmót kvenna í sveitakeppni verður háð helgina 3.-4. mars. Keppt verður um réttinn "Íslandsmeistari kvenna í sveitakeppni 2007" auk þess sem efsta sveitin vinnur sér rétt til að skipa landslið Íslands á Norðurlandamótinu í Lillehammer í sumar.
Norðmenn voru áberandi í verðlaunasætum Bridgehátíðar, bæði í tvímenningnum og sveitakeppninni. Jan Petter Svendsen og Erik Sælensminde náu þeim sjaldgæfa áfanga að fagna sigri í báðum keppnum.
Sjá má "lifandi"úrslit hér á Swangames.com Miðvikudagskvöldið 14. febrúar var haldið Stjörnustríð í Ráðhúsi Reykjavíkur og náði sveit Málningar þar að landa sigrinum.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar