Bændur í stuði

miðvikudagur, 21. nóvember 2007

Bændur í stuði hjá B.A.

Akureyrarmót í tvímenningi, fjögurra kvölda barometer, hófst hjá B.A. á þriðjudagskvöldið með þátttöku 14 para. Spiluð verður tvöföld umferð. Eftir sex lotur hafa þeir tekið forystu, stórbóndinn Helgi Steinsson á Bægisá og smábóndinn Gylfi Pálsson frá Dagverðartungu. En "mörg stig eru eftir í pottinum" eins og þar stendur og verður eflaust sótt hart að þeim næstu spilakvöld.
Röð efstu para er annars þessi:
1. Helgi Steinsson og Gylfi Pálsson +42
2. Sveinbjörn Sigurðsson og Kári Gíslason +24
3. Pétur Guðjónsson og Jónas Róbertsson +23
4. Jón Sverrisson og Una Sveinsdóttir +21
5.-6. Frímann Stefánsson og Reynir Helgason +13
5.-6. Guðmundur Halldórsson og Pétur Gíslason +13

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar