Hermann Friðriksson og Gunnlaugur Sævarsson unnu sér inn glæsilegar ostakörfur frá Osta og Smjörsölunni. Þeir fengu +41 sem jafngildir 60,5% skori. Næst komu Inda Hrönn Björnsdóttir og Grímur Kristinsson og nældu þau sér í sitthvora helgarsteikina frá SS.
Nýtt mót hafið Hið árlega Halldórsmót er hafið hjá B.A. en það er Board-a-Match sveitakeppni sem hjá okkur er nokkurs konar blanda af tvímenningi og sveitakeppi.
Næsta keppni BH er eins kvölds einmenningur með ríkulegum verðlaunum:1. sæti 10.0002. sæti 6.0003. sæti 4.000 Bridgefélag Hafnarfjarðar spilar á mánudögum kl.
Guðni Ingvarsson og Loftur Pétursson urðu langefstir í þriggja kvölda Butler keppni BH. Keppnin var skemmtileg og sviptingasöm og keppendur ruku upp og niður töfluna á hverju kvöldi.
Fjölmargar sveitir víðsvegar að af landinu taka þátt í undankeppni Íslandsmóts í sveitakeppni sem haldið verður á Hótel Loftleiðum. Undankeppni verður haldin dagana 23.-25. mars og úrslitin 4.-7. apríl.
Reykjavíkurmótið í tvímenningi verður spilað laugardaginn 10. mars. Keppnisstjóri verður Björgvin Már Kristinsson og keppnisgjald 4.000 krónur á parið.
Sveit SR-Group vann öruggan sigur á Íslandsmóti kvenna í sveitakeppni sem fram fór helgina 3.-4. mars. Sveit SR-Group var með forystu allan tímann og þegar upp var staðið, var sveitin með 26 stiga forystu á annað sætið.
Suðurlandsmótið í tvímenning var haldið 3. mars í Tryggvaskála. Í mótinu tóku 16 pör þátt og Suðurlandsmeistarar urðu Ríkharður Sverrisson og Þröstur Árnason.
Sveit SR-Group hefur náð 20 stiga forystu í Íslandsmóti kvenna í saveitakeppni að afloknum 5 umferðum af 9. Spilarar í sveit SR-Group eru Ragnheiður Nielsen, Hjördís Sigurjónsdóttir, Anna Ívarsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir og Ljósbrá Baldursdóttir.
Alda Guðnadóttir og Stefanía Sigurbjörnsdóttir unnu sér inn gjafabréf á veitingastaðinn Lauga-Ás með glæsilegum sigri hjá Miðvikudagsklúbbnum. Sigfús Þórðarson og Guðni Ingvarsson náðu 2. sæti með 57,3% og fengu að launum úttekt hjá SS og gjafabréf hjá Lauga-Ás.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar