Í gær fóru fram tveir leikir í 16.liða úrslitum í bikarnum. Bridgefélag Breiðholts vann Athenu 120-76 og Skákfjelagið vann Doktorinn 74-65. Bridgefélag Breiðholts og Skákfjélagið eru því komin áfram í 8.liða úrslit ásamt InfoCapital og SFG.
Leikur Hótel Norðurljósa sem eru ríkjandi Íslandsmeistarar og Grant Thornton sem er ein sigursælasta sveitin í Bridge undanfarin ár munu mætast 18.00 á fimmtudag.
SFG vann Quatro Logos 115-50 í leik sem fór fram á föstudagskvöld. SFG átti 12 impa í hálfleik en gáfu verulega í seinni hálfleik. Áður hafði InfoCapital unnið París 158-47 í fyrsta leik 16.liða úrslita.
Dregið var í 2.umferð á Álfacafe á Borgarfiði Eystri þar sem aðstandendur minningar/afmælismóts Skúla Sveinssonar hjálpuðu til við að draga. En það verður einmitt spilað á Álfacafe 27.ágúst.
Borgarfjörður Eystri og Hallveig Karlsdóttir voru heimsótt í dag og í gær. Hallveig ætlar að hjálpa að draga í bikarnum og sýna aðstæður en hún er að halda minningar/afmælismót Skúla Sveinssonar þann 27.ágúst.
Í gær unnu Breytt og brallað sigur á Bridgesveit Kópavogs 153-55 og eru því aðeins 3 leikir eftir. Þær sveitir sem eru komnar áfram eru. Frímann Stefánsson J.
Stjórnarfundur 1.
Í gær var spilaður leikur J.E.Skjanna og Ríkisféhirðis frá Hvanneyri. Stóðu Borgfirðingar vel í J.E.Skjanna og voru aðeins 4 impum undir eftir 20 spil og töpuðu svo með 13 impa mun 78-65. Vel gert hjá Eyfa Kidda og félögum enda voru þeir að spila við eina af sigurstranglegustu sveitunum í bikarnum.
Gengið á EM í ár fer í reynslubankann. Í opna flokknum spiluðum við I dag gegn Írum sem við fengum 4,81 á móti, Póllandi sem við fengum 3,74 á móti og svo 3,42 á móti Dönum.
Það var þungt hjá íslensku liðunum í fyrsta leik dagsins. Í Opna flokknum spilaði Ísland gegn Litháum sem endaði með sigri Litháa 34-22 í impum og 6,72 vinningsstigum til Íslands.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar