Anna G. Ívarsdóttir hefur verið ráðin til að stýra kvennalandsliði Íslands í Bridge. Anna hefur spilað hundruði landsleikja fyrir Ísland en hennar fyrsta Evrópumót var 1993. Anna er margfaldur íslandsmeistari í sveitakeppni og tvímenningi kvenna og hefur einnig unnið Íslandsmót í paratvímenning og parasveitakeppni.
Einar Gudjohnsen hefur ákveðið að styrkja opna landsliðsflokkinn í bridge veglega næstu 4 árin til minningar um Sigurð Sverrisson einn besta bridgespilara sem Ísland hefur átt.
Jón Baldursson mun velja landslið og æfingahóp í næstu viku í opna flokk. Þau pör sem hafa áhuga á að vera í æfingahóp mega endilega senda póst á Matthias@bridge.
Stjórnarfundur 6.7.
Jón Baldursson hefur verið ráðinn til að stýra landsliði Íslands í opna flokknum í bridge. Sett hefur verið upp 4 ára áætlun þar sem markmiðið er að Ísland verði meðal fremstu þjóða í bridge á sama tíma og byggt verður til framtíðar.
Formaðurinn úr Hafnarfirði var fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum með sigri á Bridgefélagi Breiðholts í kvöld 113-56. Sveit formannsins skipa þeir Sigurjón Harðarson, Ólafur Sigmarsson, Skúli Jónas Skúlason, Bergur Reynisson, Matthías Imsland og Ólafur Steinason.
Það var dregið í 8.liða úrslit í bikarnum þegar spilað var í sumarbridge nú í kvöld. Það verður risa leikur þar sem Grant Thornton og InfoCapital spila.
Síðasti leikurinn í bikarnum kláraðist í kvöld þegar Formaðurinn úr Hafnarfirði var síðasta lið inn í 8.úrslitin. Liðin sem verða í pottinum eru: Skákfjélagið SFG Breytt og Brallað Bridgefélag Breiðholts InfoCapital Grant Thornton J.
Leikur J.E.Skjanna og Frímanns Stefánssonar var æsispennandi. Eftir 30 spil áttu norðanmenn 18 impa - fjórða lotan var fjörug og mikið skorað. Eftir 40 spil var staðan hnífjöfn og þurfti að framlengja um 4 spil.
Leikur Hótel Norðurljósa og Grant Thornton í 16.liða úrslitum í bikar verður sýndur beint á BBO klukkan 18.00 í dag. Lýsendur verða Stefán Jónsson og Ísak Örn Jónsson.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar