Frábæru móti lokið

sunnudagur, 29. janúar 2023

Sveit Black sem vann næsta öruggan sigur í sveitakeppni Reykjavík  Bridge Festival sem lauk um kvöldmatarbil á sunnudeginum í Hörpu, var með enskt heiti en þrír af spilurum í sveitinni eru Svíar. Hún endaði með 142,9 stig en meðalskor var 100 stig.

Meðlimir í sveit Black voru, Andrew Black, Andrew Mcintosh og Tom Paske, sem eru enskir og Svíarnir Símon Hult, Peter Berthau og Gunnar Hallberg.

Íslenska sveitin J.E.Skjanni var með góða forystu eftir fyrri daginn í keppninni en gekk afleitlega í dag og endaði í 10-11 sæti. Sveit Black var með 9 stiga forbystu fyrir síðustu umferðina og vann þægilegan sigur 13,72-6,28 gegn sveit sænskri sveit Fredin sem varð að sætta sig við áttunda sætið.

Efsta íslenska sveitin, Grant Thornton, varð í fimmta sæti með rúmlega 127 stig.

Lokastaða 11 efstu sveita varð þannig.

1. Black 142,98
2. Ballebo 134,31
3. Don Julio 132,44
4. Harris 127,97
5. Grant Thornton 127,21
6. Hauge 127,20
7. De Botton 126,62
8. Fredin 126,40
9. The Crazies 126,32
10-11. Hjördís Eyþórsdóttir 123,42
10-11. J.E.Skjanni 123,42

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar