Fjöldi framhaldssskóla að taka upp bridge sem valáfanga

miðvikudagur, 8. febrúar 2023

Í haust var ákveðið að fara í samstarf við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ um kennslu á bridge. Hugmyndin var 3e og 5e bridge sem Mosó myndi standa á bakvið gæðalega en Bridgesambandið myndi kenna miðlægt. Hugmyndin var að við næðum 2-3 skólum á fyrsta ári og nokkrum nemendum frá hverjum skóla sem við gætum svo unnið í að efla. Fjölgað skólum og fjölgað nemendum. 

Framhaldsskólínn í Mosfellsbæ er búinn að standa sig ótrúlega vel, skólinn er áhugasamur um námið og allt samstarf verið til mikillar fyrirmyndar.  

Árangurinn er framar okkar björtustu vonum. Jákvæðnin og meðbyrinn vinnur svo sannarlega með bridge í þessu verkefni. 

Eftirfarandi skólar eru STAÐFESTIR, svo kann að vera að einhverjir bætist við og þetta er fyrir utan FSU sem er nú þegar með bridge í vali.

  • Tækniskólinn
  • Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum
  • Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi
  • Framhaldsskólinn á Laugum
  • Menntaskólinn við Sund
  • Fjölbrautaskóli Snæfellinga
  • Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ

Auðvitað vonumst við ennþá eftir fleiri skólum en þetta er algjörlega stórkostlegt. 

Þetta þýðir að Bridgesambandið mun eins og vitað var þurfa að leggja í fjárfestingu á búnaði til kennslu auk þess sem byggja þarf upp kennsluaðstöðu í Síðumúla. 

 

 

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar