J.E. Skjanni leiðir Reykjavík Bridgefestival

laugardagur, 28. janúar 2023

Sveit J.E. Skjanna virðist vera í svaka stuði í sveitakeppni Bridgehátíðar.
Þeir vinna látlaust og eru með 99,76 stig í efsta sæti með rúmlega 18 stiga
forystu á annað sætið. Spilaðir eru tíu 10 spila leikir alls í sveitakeppninni,
sex umferðir á laugardeginum sem var að ljúka og fjórar umferðir á
sunnudeginum. Meðalskor er því 60 stig. Spilarar í sveit J.E.Skjanna eru
Guðmundur Páll Arnarson, Hrannar Erlingsson, Karl Sigurhjartarson, Snorri
Karlsson og Sævar Þorbjörnsson. Í öðru sæti er bandarísk sveit, SKOL.
Aðeins ein önnur íslensk sveit er meðal 10 efstu sveita, Doktorinn sem er í
tíunda sæti. Staða tíu efstu sveita að loknum laugardeginum er þannig.
Byrjað verður aftur klukkan 11 að morgninum og áhorfendur að sjálfsögðu
velkomnir. Einnig er hægt að fylgjast með útsendingu á netinu, Bridgebase
Online (BBO) í beinni útsendingu.

1. J.E.Skjanni 99,76
2. SKOL 81,71
3. Ballebo 81,66
4. Hauge 80,10
5. Astrid 78,55
6. Germany 78,39
7. Sushi 78,29
8. Simon Hult 77,83
9. Fredin 77,76
10. Doktorinn 77,62

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar