Eins og kynnt var er glæsilegur vinningur í boði fyrir þann sem mætir best í Sumarbridge. Í boði er gisting á Siglufirði um næstu helgi í tveggja manna herbergi.
Það er bilun í tölvukerfinu sem gerir það að verkum að öll mót eru sögð byrja klukkan 13.00 á netinu alveg sama hvenær þau eiga að byrja. Unnið er að viðgerð.
Bridge haustið 2022 Bridge verður spilað eftirtalda daga í Breiðfirðingabúð kl. 18.00 11 sept.
Um helgina fór fram minningarmót um Skúla Sveinsson á Borgarfirði Eystri. Óhætt er að segja að virkilega vel hafi verið staðið að mótinu og mjög mikil ánægja var hjá spilurum.
Gengið hefur verið frá því hverjir munu sjá um þjálfun bæði landsliðsins og eins æfingahópsins í opna flokknum. Þannig hefur hvert par hefur fengið sér þjálfara sem mun sjá um þjálfun.
Auglýst er eftir áhugasömum pörum í æfingahóp kvennalandsliðs. En Anna Ívars yfirmaður landsliðsmála kvenna mun tilkynna hópinn 1.september. Liðið sem mun fara á NM í Svíþjóð á næsta ári mun síðan verða valið í janúar.
Jón Baldur hefur valið æfingahóp fyrir opna flokkinn.
J.E.Skjanni fóru á kostum í kvöld þegar liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum í bikarnum eftir stórsigur á Skákfjélaginu. Eru Formaðurinn og J.E.Skjanni komin í pottinn en næsti leikur verður miðvikudag eftir viku þegar SFG og Breytt og brallað mætast í Síðumúlanum.
Jón Baldursson hefur valið sinn fyrsta landsliðshóp. En tilkynnt var um valið í sumarbridge í kvöld, en ekki hefur verið betri mæting í sumarbridge í 3 ár.
Frestur til að sækja um í æfingahóp í opna flokknum rennur út á hádegi á morgun miðvikudag. Þeir sem eru áhugasamir eiga endilega að senda póst á Matthias@bridge.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar