Ísland vann Holland í senior flokknum í öðrum leik dagsins. Fór leikurinn 30-19 fyrir Íslandi í impum og fékk Ísland 13,04 vinningsstig. Er Ísland í 11.sæti.
Það var misjafnt gengi hjá íslensku liðunum í 1. leik dagsins. Í opna flokknum gerði Ísland jafntefli við Króatíu og fékk 10,31 vinningsstig. Er liðið í 23. sæti.
Eftir erfiðan fyrri leik hjá öllum íslensku liðunum í dag gekk mun betur í seinni leiknum. Íslensku stelpurnar unnu magnaðan 76-17 impa sigur á Ítalíu og fengu 19,93 vinningsstig.
Ísland fékk útreið í þriðja leik dagsins á öllum vigstöðvum. Í opna flokknum töpuðum við fyrir heimamönnum í Portúgal og fengum 4,08 vinningsstig. Erum við í 23.sæti.
Í öðrum leik dagsins á EM í Portugal stóðu stelpurnar sig vel þegar þær unnu Frakkland með 11,48 vinningsstigum og eru í 14. sæti. Ísland í opna flokknum tapaði fyrir Serbíu og fékk 3,74 vinningsstig.
Í fyrsta leik dagsins vann Ísland Noreg stórt í kvennaflokk 16,09-3,91 og er í 15. sæti. Í opna flokknum tapaði Island fyrir Wales 5,2-14,8 og er í 22. sæti.
Í seinasta leik dagsins tapaði Ísland fyrir Bulgaríu í opna flokknum 5,82-14,18 og er í 20.sæti. Konurnar töpuðu fyrir Þýskalandi 3,58-16,42 og eru í 18.sæti.
Ísland var rétt í þessu að vinna Spánn í Opna flokknum 49-24 og fékk 15,92 vinningsstig. Er liðið að fikra sig upp töfluna og er núna í 17.sæti. Í seinasta leik dagsins spilar Ísland við Búlgaríu.
Island tapaði fyrir Póllandi í 1.umferð í EM kvenna í morgun. Ísland vann San Marínó með 17,31 vinningsstigi gegn 1,6. og er í 19 sæti sem stendur. Senior liðið vann Tyrkland með 14,8 vinningsstigum og fara mjög vel af stað.
Þrír leikir eru búnir í bikarnum, Formaðurinn úr Hafnarfirði, Frímann Stefánsson frá Akureyri og Athenna úr Reykjavík eru komin áfram. En 4 lið sem tapa með minnsta mun fara einnig áfram svo ennþá er möguleiki fyrir Strandamenn og París að komast áfram.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar