Meistarastig 2022

miðvikudagur, 21. desember 2022
Nú er verið að slá inn síðustu mótin á árinu, ekki er búið að slá inn bronsstig hjá neinu félagi fyrir haustið. Vonandi skila öll félög inn stigum fyrir áramót svo listinn fyrir 2022 verði réttur.
Staðan í dag er svona það sem af er ári. Svenni leiðir listann og sveitafélagar hans Stebbi, Maggi og Gummi á topp 5. Aðalsteinn er í 4 sæti en hann er líklegur til að fara upp listann þegar stigin fyrir haustið frá félögum koma inn.
  1. Sveinn Rúnar Eiríksson 128
  2. Stefán G. Stefánsson 125
  3. Guðmundur Snorrason 122
  4. Aðalsteinn Jörgensen 117
  5. Magnús Eiður Magnússon 115
Ef skoðað er bronsstig eru Halldór Þorvaldsson með 1717 stig og Magnús Sverrisson með 1542 stig. Eru þeir með algjöra yfirburði og líklegir til að bæta í.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar