Hver verður stigameistari 2022

fimmtudagur, 29. desember 2022

Það er mikil spenna hver verður stigameistari 2022. Aðalsteinn Jörgensen stökk upp í þriðja sæti með góðum árangri á jólamóti BH í gær. Ennþá eiga eftir að koma stig frá nokkrum félögum, auk þess sem jólamót BR er á morgun sem gefur vel fyrir efstu sætin. 

Staðan

1. Sveinn Rúnar Eiríksson 128 stig

2. Stefán G. Stefánsson 125 stig

3. Aðalsteinn Jörgensen 123 stig

4. Guðmundur Snorrason 122 stig

5. Magnús E. Magnússon 115 stig

Þegar kemur að bronsstigum erum við að sjá ótrúlegar tölur, að hluta vegna þess að stig frá því í fyrra skráðust inn á 2022. En bronsstig sýna árangur spilara þegar kemur að spilamennsku í klúbbunum. Fjórir spilarar eru yfir 1000 bronsstig sem er árangur sem fer í sögubækurnar. Halldór Þorvaldsson fer yfir 2000 bronsstig og Magnús Sverrisson er alveg við 2000 stigin sem er algjörlega magnaður árangur. 

1. Halldór Þorvaldsson 2162 bronsstig

2. Magnús Sverrisson 1965 bronsstig

3. Unnar Atli Guðmundsson 1072 bronsstig

4. Hermann Friðriksson 1020 bronsstig

 

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar