Sigur fyrir íslenskan bridge

þriðjudagur, 24. janúar 2023

Reykjavik Bridgefestival sveitakeppnin er fyrsta mótið sem er samþykkt inn í mótaröð Alþjóða Bridgesambandsins.

Alþjóða Bridgesambandið er að byrja með World Bridge tour sem er stigamót þar sem nokkur mót gefa stig og stigahæsti spilarinn samanlagt verður WBO meistari. Nú liggur fyrir að fyrsta mótið sem samþykkt er í mótaröðina er Reykjavik Bridgefestival. Það þýðir að árangur á Reykjavik Bridgefestival telur í heildar stigakeppninni. Ljóst er að fjöldi erlendra spilara mun vilja taka þátt í mótaröðinni og því ljóst að áhugi á Reykjavik Bridgefestival mun aukast enn frekar meðal erlendra spilara.

Einnig þýðir þetta að það verða gefin alþjóðleg meistarastig fyrir árangur á Bridgehátíð.

Þetta er afrakstur umsóknar Íslands og gæðaúttektar Alþjóðabridgesambandsins á starfsemi sambandsins. Skoðuð voru kerfi, utanumhald gagna, gæði mótsins og gæði spilara sem hafa tekið þátt. Það er með miklu stolti sem Bridgesambandið mun halda fyrsta mótið í World Bridge Tour um næstu helgi. Árið 2023 mun vera notað sem tilraunaár en formlega mun keppnin hefjast 2024.

Við hjá Bridgesambandinu erum í skýjunum af ánægju fyrir þessa viðurkenningu á Reykjavik Bridgefestival og ljóst að sá árangur sem við höfum verið að ná undanfarið er bara byrjunin.  

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar