Forsetafrúin setti Bridgehátíð

föstudagur, 27. janúar 2023

Eliza Reid forsetafrú glaðbeitt á svip í Hörpunni í gær þar sem hún setti Bridgehátíð. Eliza hefur spilað bridge síðan hún var 9 ára gömul.

Reykjavík Bridgefestival hófst í Hörpu í gær en það var forsetafrúin Eliza Reid sem setti Bridgehátíðina með pomp og pragt.Yfir 700 spilarar eru skráðir til þátttöku. Um er að ræða eitt fjölmennasta bridgemót sem hefur verið haldið á Íslandi frá upphafi og hafa skráningar farið fram úr bjartsýnustu vonum að sögn Matthíasar Imsland, framkvæmdastjóra Reykjavik Bridgefestival og Bridgesambands Íslands.Fyrri keppnisdeginum og 8 umferðum af 20 í tvímenningskeppni Bridgehátíðar en spilamennsku lauk á miðnætti í gærkvöld. Parið Sabine Auken og Roy Welland frá Þýslandi eru í öðru sæti en þau hafa oft komið á Bridgehátíð og jafnan verið í toppbaráttu. Þau eru með tæplega 62% skor en íslenska landsliðsparið Ómar Olgeirsson og Stefán Jóhannsson eru í fyrsta sæti með rúmlega 63% skor. Íslensk-þýska parið Júlíus Sigurjónsson og Frederik Wrang er í þriðja sæti með 61% skor.Staða tíu efstu para er þessi:

  1. 63,7% Ómar Olgeirsson - Stefán Jóhannsson2.
  2. 61,9% Sabine Auken - Roy Wellan
  3. 61.0% Júlíus Sigurjónsson - Frederic Wrang
  4. 60,8% Lars Kennethsson - Per Jansson
  5. 60,3% Hjördís Eyþórsdóttir - Janice Seamon-Molson
  6. 60,1% Jostein Sørvoll - Svein Arild Naas Olsen
  7. 60,0% Bragi Hauksson - Helgi Jónsson
  8. 59,2% Andrew McIntosh - Tom Paske
  9. 59,1% Heimir Tryggvason - Gísli Tryggvason
  10. 59,0% Maggie Knottenbelt - David Gold

 

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar