Aðalsveitakeppni BR lauk nú í kvöld með sigri sveitar Ferðaskrifstofu Vesturlands.
Ari Már Arason og Óttar Ingi Oddsson unnu einskvölds tvímenning í Mánudagsklúbbnum 27. mars. Þeir fengu 61,5% skor og unnu sér inn matarkörfu frá SS. Gunnar Birgisson og Unnar Atli Guðmundsson fengu kaffikort fyrir 2. sætið.
Jóhann og Guðjón náðu 70,0% skori á Pizzakvöldi yngri spilara. Þeir enduðu 2 stigum á undan Elvu og Hrefnu sem voru í 2. sæti með 68,9% skor !! Ekki amalegt skor hjá þessum 2 pörum.
16 pör tóku þátt í svæðamóti Norðurlands vestra í tvímenningi á Siglufirði sl. sunnudag, 19. mars. Spiluð voru 60 spil undir öruggri handleiðslu þeirra bræðra Ólafs og Birkis Jónssona.
Það er skemmst frá að segja að þrjú aðkomuparanna skáru sig nokkuð úr og hrepptu efstu sætin og jafnframt urðu aðkomumenn í fimmta, sjöunda og tíunda sæti.
Reykjanesmótið í tvimenningi 2006 fór fram laugardaginn 18. mars og tóku 20 pör þátt.
Óttar Ingi Oddsson og Kristinn Þórisson unnu 29 para tvímenning í Mánudagsklúbbnum. Þeir náðu glæsilegu skori 62.8%. Þeir unnu sér inn glæsilega gjafakörfu frá SS.
Gabríel Gíslason og Guðlaugur Sveinsson gerður sér lítið fyrir og unnu Föstudagsbridge BR 17. mars með 61.9% skor. Þetta er sérstaklega merkilegt þegar tekið er tillit til aldurs Gabríels and hann er bara 13 ára.
Héraðsmót HSÞ í skák verður haldið á fosshóli næsta fimmtudag kl 20:30
Áðan var dregið í riðla í Undanúrslitum Íslandsmótsins í sveitakeppni 2006. Allar upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðu mótsins: Íslandsmótið í sveitakeppni 2006 - Undanúrslit Takið svo þátt í spánni um hvaða sveitir komast áfram í úrslitin: Spáið í þessu! .
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar