UBS sveitakeppnismót í Uppsala, Svíþjóð

mánudagur, 30. október 2006

Frændur vorir Svíar halda árlega alþjóðlegt sveitakeppnismót í Uppsala í Svíþjóð, sem að þessu sinni verður haldið dagana 9.-10. desember. Þeir vilja gjarnan fá þátttakendur frá Íslandi. Allar upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðu BSÍ og er hægt að nálgast þær með því að ýta á hlekkina "Mót" - "Erlend mót" - "2006" og "Uppsala teams í Svíþjóð". Fyrstu verðlaun í þessu tveggja daga móti eru 12.000 sænskar krónur á sveit og önnur verðlaun 8.000 sænskar krónur. Keppnisgjald er 1.600 sænskar krónur á sveit og hálft það gjald ef þátttakendur eru í yngri flokki. Síðasti skráningarfrestur er 4. desember. Upplýsingar eru gefnar á netfanginu eva.bjarman@bredband.net .

Sjá nánar hér

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar