Í öðrum leik dagsins á EM í Portugal stóðu stelpurnar sig vel þegar þær unnu Frakkland með 11,48 vinningsstigum og eru í 14. sæti. Ísland í opna flokknum tapaði fyrir Serbíu og fékk 3,74 vinningsstig.
Í fyrsta leik dagsins vann Ísland Noreg stórt í kvennaflokk 16,09-3,91 og er í 15. sæti. Í opna flokknum tapaði Island fyrir Wales 5,2-14,8 og er í 22. sæti.
Í seinasta leik dagsins tapaði Ísland fyrir Bulgaríu í opna flokknum 5,82-14,18 og er í 20.sæti. Konurnar töpuðu fyrir Þýskalandi 3,58-16,42 og eru í 18.sæti.
Ísland var rétt í þessu að vinna Spánn í Opna flokknum 49-24 og fékk 15,92 vinningsstig. Er liðið að fikra sig upp töfluna og er núna í 17.sæti. Í seinasta leik dagsins spilar Ísland við Búlgaríu.
Island tapaði fyrir Póllandi í 1.umferð í EM kvenna í morgun. Ísland vann San Marínó með 17,31 vinningsstigi gegn 1,6. og er í 19 sæti sem stendur. Senior liðið vann Tyrkland með 14,8 vinningsstigum og fara mjög vel af stað.
Þrír leikir eru búnir í bikarnum, Formaðurinn úr Hafnarfirði, Frímann Stefánsson frá Akureyri og Athenna úr Reykjavík eru komin áfram. En 4 lið sem tapa með minnsta mun fara einnig áfram svo ennþá er möguleiki fyrir Strandamenn og París að komast áfram.
Ísland tapaði naumlega gegn Englandi í opna flokknum í 10.umferð á EM í Portúgal í dag og fékk 8,52 vinningsstig. Liðið er sem stendur í 23. sæti. Það er stór dagur á morgun, opni flokkurinn spilar gegn San Marínó í 11.umferð en kvennalandsliðið hefur leik á morgun og mætir Póllandi í 1.umferð.
Ísland tapaði með 26-44 impum gegn Eistlandi í fyrir leik dagsins og fékk 5,4 vinningsstig. Er Ísland í 22. sæti sem stendur. Seinni leikur dagsins er gegn Englandi og er leikurinn sýndur á BBO.
Ísland tapaði 15-3 gegn Belgum í 8 umferð á EM í opna flokknum og fékk 6,72 vinningsstig. Liðið er sem stendur í 21. sæti. Tveir leikir eru á morgun miðvikudag, fyrir leikurinn gegn Eistlandi og sá seinni gegn Englandi.
Ísland og Tékkland gerðu jafntefli í 7 umferð í opna flokknum á EM. Ísland er í 17.sæti og spilar við Belgíu í síðasta leik dagsins.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar