Gengið hefur verið frá því hverjir munu sjá um þjálfun bæði landsliðsins og eins æfingahópsins í opna flokknum. Þannig hefur hvert par hefur fengið sér þjálfara sem mun sjá um þjálfun.
Auglýst er eftir áhugasömum pörum í æfingahóp kvennalandsliðs. En Anna Ívars yfirmaður landsliðsmála kvenna mun tilkynna hópinn 1.september. Liðið sem mun fara á NM í Svíþjóð á næsta ári mun síðan verða valið í janúar.
Jón Baldur hefur valið æfingahóp fyrir opna flokkinn.
J.E.Skjanni fóru á kostum í kvöld þegar liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum í bikarnum eftir stórsigur á Skákfjélaginu. Eru Formaðurinn og J.E.Skjanni komin í pottinn en næsti leikur verður miðvikudag eftir viku þegar SFG og Breytt og brallað mætast í Síðumúlanum.
Jón Baldursson hefur valið sinn fyrsta landsliðshóp. En tilkynnt var um valið í sumarbridge í kvöld, en ekki hefur verið betri mæting í sumarbridge í 3 ár.
Frestur til að sækja um í æfingahóp í opna flokknum rennur út á hádegi á morgun miðvikudag. Þeir sem eru áhugasamir eiga endilega að senda póst á Matthias@bridge.
Anna G. Ívarsdóttir hefur verið ráðin til að stýra kvennalandsliði Íslands í Bridge. Anna hefur spilað hundruði landsleikja fyrir Ísland en hennar fyrsta Evrópumót var 1993. Anna er margfaldur íslandsmeistari í sveitakeppni og tvímenningi kvenna og hefur einnig unnið Íslandsmót í paratvímenning og parasveitakeppni.
Einar Gudjohnsen hefur ákveðið að styrkja opna landsliðsflokkinn í bridge veglega næstu 4 árin til minningar um Sigurð Sverrisson einn besta bridgespilara sem Ísland hefur átt.
Jón Baldursson mun velja landslið og æfingahóp í næstu viku í opna flokk. Þau pör sem hafa áhuga á að vera í æfingahóp mega endilega senda póst á Matthias@bridge.
Stjórnarfundur 6.7.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar