Stjórnarfundur 10.8.
Búið er að velja æfingahóp fyrir kvennaflokkinn. Lagt var upp með að fá í hópinn góða blöndu af reynsluboltum og yngri spilurum og gekk það eftir að mestu.
Það voru heldur betur sviptingar í sveitakeppninni á Northern Lights Bridge Festival sem haldið var til minningar um Gunnar Birgisson núna um helgina.
J.E. Skjanni leiðir sveitakeppnina á Northern Lights Bridge Festival eftir 5 umferðir. Íslenskur Landbúnaður er í 2.sæti en þessar tvær sveitir áttust við í 5.umferð þar sem Skjanni vann með 1 impa mun.
Northern Lights Bridge Festival sem er haldið af Bridgefélagi Siglufjarðar fór af stað með tvímenning í gær en 52 pör mættu til leiks. Mótið er minningarmót um Gunnar Birgisson.
Ekki verður spilað í sumarbridge á morgun föstudag.
Eins og kynnt var er glæsilegur vinningur í boði fyrir þann sem mætir best í Sumarbridge. Í boði er gisting á Siglufirði um næstu helgi í tveggja manna herbergi.
Það er bilun í tölvukerfinu sem gerir það að verkum að öll mót eru sögð byrja klukkan 13.00 á netinu alveg sama hvenær þau eiga að byrja. Unnið er að viðgerð.
Bridge haustið 2022 Bridge verður spilað eftirtalda daga í Breiðfirðingabúð kl. 18.00 11 sept.
Um helgina fór fram minningarmót um Skúla Sveinsson á Borgarfirði Eystri. Óhætt er að segja að virkilega vel hafi verið staðið að mótinu og mjög mikil ánægja var hjá spilurum.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar