Sigurvegari í verðlaunaleik Sumarbridge

mánudagur, 29. ágúst 2022

Eins og kynnt var er glæsilegur vinningur í boði fyrir þann sem mætir best í Sumarbridge. Í boði er gisting á Siglufirði um næstu helgi í tveggja manna herbergi. Northern Lights Bridge Festival verður spilað um næstu helgi og má búast við skemmtilegu móti. En skráning er virkilega góð. 

Eins og staðan er núna eru tveir sem eru jafnir í efsta sæti. Halldór Þorvalsson og Magní Ólafsson. Ef báðir mæta á miðvikudag mun Svenni draga á milli þeirra hvor þeirra fær vinninginn. 

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar