Úrslitin á Northern Lights Bridge Festival í sveitakeppni

sunnudagur, 4. september 2022

Það voru heldur betur sviptingar í sveitakeppninni á Northern Lights Bridge Festival sem haldið var til minningar um Gunnar Birgisson núna um helgina. 

Í fyrsta sæti varð sveit Sessor með 128.50 stig, en í sveitinni spiluðu Hrannar Erlingsson-Gunnar B. Helgason-Egill D. Brynjólfsson-Ari Konráðsson. Var sveitin í sjöunda sæti eftir fyrri daginn en átti frábæran dag og unnu að lokum góðan sigur. 

Í öðru sæti varð sveit Íslensk Landbúnaðar með 119,62 stig en í sveitinni spiluðu Höskuldur Gunnarsson-Gunnar Þ. Gunnarsson-Björn Snorrason-Pálmi Kristmannsson. Var sveitin í toppbaráttu allan tímann.

Í þriðja sæti varð svo sveit Myllunar með 118,49 stig en í þeirri sveit spiluðu Helgi Sigurðsson-Gísli Steingrímsson-Haukur Ingason-Skafti Jónsson

Var mótið mjög glæsilegt í alla staði. Var öll umgjörð til fyrirmyndar og frábær verðlaun. En sigursveitin fékk 750.þúsund í verðlaun, sveit Íslensk Landbúnaðar 500.þúsund og Myllan 190.þúsund. 

Er óhætt að segja að úrslitin hafi verið óvænt en þær sveitir sem höfu verið taldar sigurstranglegastar fyrir mótið röðuðu sér í sæti fjögur til átta. En það voru sveitir Lögfræðistofu Íslands ehf, J.E.Skjanna ehf, Hótel Norðurljósa, Jóns Baldurssonar og Grant Thornton. 

 

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar