Glæsilegt mót á Borgarfirði Eystri

mánudagur, 29. ágúst 2022

Um helgina fór fram minningarmót um Skúla Sveinsson á Borgarfirði Eystri. Óhætt er að segja

að virkilega vel hafi verið staðið að mótinu og mjög mikil ánægja var hjá spilurum.

Formleg dagskrá hófst á föstudeginum með upphitunartvímenning um kvöldið eftir að spilarar

höfðu borðað á kótilettuhlaðborði á Já Sæll þar sem Skúli var einn eiganda.

 

Úrslitin í upphitunartvímenningnum urðu eftirfarandi.

 1. Jóhanna Gísladóttir og Vigfús Vigfússon 62,96%
 2. Ingimundur Jónsson og Anna Heiða Baldursdóttir 59,05%
 3. Jón Halldór Guðmundsson og Einar H. Guðmundsson 57,82%

 

Á laugardeginum hófst sjálft minningarmótið þar sem spiluð voru 48 spil á Álfacafé.

Mótið var afar skemmtilegt og gekk vel fyrir sig. Spilarar voru jákvæðir og stemmningin á

mótinu virkilega góð. Alltaf var þó mesta fjörið á borðinu sem Ingimundur og Anna Heiða voru

að spila á. Veitingar yfir daginn voru heldur ekki af verri endanum; Fiskisúpa Kalla Sveins í hádeginu og

brauð og kökur í kaffihléi.

 

Úrslitin í minningarmóti Skúla Sveinssonar urðu:

 1. Matthías Imsland og Gunnar Björn Helgason með 62,71%
 2. Eiður Már Júlíusson og Júlíus Snorrason með 57,34%
 3. Ásta Sigurðardóttir, Valgerður Eiríksdóttir og Gróa Eiðsdóttir með 54,9%
 4. Kári B Ásgrímsson og Elvar Hjaltason með 54,76%
 5. Sigurður Skagfjörð og Þórður Sigurðsson með 54,39%
 6. Bjarni H. Einarsson og Sigurjón Stefánsson með 53,61%
 7. Bjarni Sveinssson og Bjarni Ágúst Sveinsson með 53,6°%
 8. Torfi Jónsson og Þorsteinn Bergsson með 52,19%

 

Að spilamennsku lokinni var gengið um Borgarfjörð með leiðsögn og helstu staðir skoðaðir

sem sumir hverjir tengjast Skúla á einn eða annan hátt.

Um kvöldið var verðlaunaafhending og voru ótal skemmtilegir vinningar dregnir út.

 

Mótið heppnaðist ákaflega vel og eiga Hallveig, Eyþór og Siggi ásamt öðrum sem sáu

um skipulagningu mótsins mikið hrós skilið. Var það mál manna að þetta mót yrði að

verða árlegur viðburður héðan í frá.

 

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar