Aðalsveitakeppni BK er frestað til 11. nóvember og mun standa til 09. des. miðað við 10 sveitir en fram yfir áramót ef þátttaka verður meiri en það.
Sigurður Páll Steindórsson og Stefán Freyr Guðmundsson unnu 22 para tvímenning með 59,9%. Guðrún Jörgensen og Garðar Valur Jónsson náðu 2. sæti með 59,1% og í 3ja sæti voru Jón Sigtryggsson og Sigurður Ólafsson með 58%.
Anna Ívarsdóttir og Guðrún Óskarsdóttir tryggðu sér Íslandsmeistaratitil kvenna í tvímenning 2021. Þær fengu 57,2% skor, sem var 0,1% eða 2 stigum meira en Anna Guðlaug Nielsen og Helga Helena Sturlaugsdóttir fengu í 2. sæti.
Björn Þorláksson og Tryggvi Ingason skelltu sér á toppinn í síðustu umferð með 80% skori í síðustu umferð á 1. borði. Þar með unnu þeir 27 para tvímenning hjá Miðvikudagsklúbbnum.
Eftir tvö kvöld af fjórum er Gauksi efstur í haustsveitakeppni BR broti úr stigi fyrir ofan sveit SFG.
Sveitin Pálmatré vann 3ja kvölda sveitakeppni BH sem lauk í kvöld. Fyrir Pálmatré spiluðu Helga Helena Sturlaugsdóttir, Anna Guðlaug Nielsen, Arngunnur Jónsdóttir og Alda Guðnadóttir.
Átján pör mættu á fyrsta kvöldið af þremur í Impatvímenningi BK. Bernódus Kristinsson og Ingvaldur Gústafsson skoruðu mest eða 64 impa og Ólafur Steinason og Loftur Pétursson náðu inn 57 impum.
Þriggja kvölda Ipmatvímenningur Bridgefálags Kópavogs verður spilaður fimmtudagana 07. 14. og 21 október. Sett upp sem þrjú stök kvöld en spila þarf öll kvöldin til að hljóta verðlaun.
Jón Gunnar Jónsson og Brynjólfur Hjartarson nýttu sér fjarveru Dóra og Magga og unnu 28 para tvímenning í Miðvikudagsklúbbnum með 60,4%. í 2. sæti voru Aðalsteinn Jörgensen og Ómar Óskarsson með 59,8% og Magni Ólafsson og Reynir Vikar urðu að gera sér 3ja sætið að góðu með 58,4%.
Fjögurra kvölda sveitakeppni hefst annað kvöld, þriðjudaginn 05. október kl. 19:00. Opið fyrir skráningu til 18:45 á fyrsta spiladegi. Vinsamlegast drífa sig að skrá sveitir, Þórði s.
Soffía Daníelsdótir og Hermann Friðriksson unnu 20 para tvímenning í Miðvikudagsklúbbnum með tæplega 59%. Í 2. sæti voru Kristján Þorvaldsson og Jón Sigtryggsson með 57,14% og Emma Axelsdóttir og Davíð Lúðvíksson voru í 3ja sæti með 56.75%Öll úrslit og spil er að finna á úrslitasíðu BSÍ.
Við hefjum reglulegt vetrarstarf fimmtudagskvöldið 30. september. Minnum á breyttan byrjunartíma.
3 kvölda sveitakeppni er að hefjast hjá okkur næstkomandi mánudag 27.sept.
stefnt er að því að spila að 3 leiki á kvöldi en það fer eftir fjölda sveita
ALLIR velkomnir og ég get aðstoðað að mynda sveitir
Sjáumst hress á mánudaginn
ps. hvet hreyfilsmenn að koma og spila hjá okkur
Spilamennska: 2021-09-22 Miðvikudagsklúbburinn - 22. september 2021 (bridge.is)Færeyjarleikur: Miðvikudagsklúbburinn - Færeyjarkeppni 2002 (bridge.
Hausttvímenningur BK heldur áfram næstu fimmtudaga kl. 19:00. Aðeins var spilað á 5 borðum fyrsta kvöldið en vonast er til að þátttakan tvöfaldist á morgun þegar annað kvöldið af þremur verður spilað.
Aðalfundur Briddsfélags Selfoss verður haldin í Selinu á íþróttavelli föstudaginn 24.september. Hefst fundurinn stundvíslega kl 20:00 og að fundarstörfum loknum verður gripið í nokkur spi.
Bridgefélag Hafnarfjarðar byrjar vetrarstarfið á eins kvölds tvímenningi þann 20/9 en í kjölfarið kemur svo 3ja kvölda sveitakeppni þar sem 3 leitir eru spilaðir á kvöldi.
Dregið var í undanúrslit Bikarkeppninnar sem hefst kl. 10:00á morgun þann 18.september. Leikirnir eru:Jósef smiður - Skjannir ehfMálning hf - Rúnar Einarsson Sigursveitinar úr þessum 48 spila leikjum spila 64 spila úrslitaleik á sunnudaginn.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar