Bridgefélag Reykjavíkur byrjar í kvöld.

þriðjudagur, 20. september 2022

Vetrarstarf Bridgefélags Reykjavíkur hefst þriðjudaginn 20. september kl. 19:00 með 3ja kvölda sveitakeppni. Reiknað er með að spila 3 leiki á kvöldi. Annað hvot spila allar við allar eða raðað eftir monrad þannig að efstu sveitir lendi saman og þær neðstu saman eins og fólk ætti að þekkja. Hægt er að skrá sveitir á heimasíðunni og einnig með skilaboðum til mín á messenger eða Dennu s. 864-2112
Haustsveitakeppni BR (bridge.is)

Reykjavík Bridge Festival

STIG 2 (kerfið): Hefst 28. sept. Fimm miðvikudagskvöld frá 19-22 í Síðumúla 37.

Farið vel yfir uppbyggingu Standard-kerfisins og áframhald sagna eftir opnun og fyrsta svar. Námskeiðið hentar breiðum hópi spilara og ekkert mál að mæta stakur/stök. VERÐ: 20 þúsund fyrir manninn.

Upplýsingar og innritun í síma 898-5427 og í tölvupósti gpa@simnet.is

Bkv. Guðmundur Páll Arnarson