Sveit Grant Thorton sigraði Undanúrslitin.

mánudagur, 21. mars 2022

Sveit Grant Thornton sýndi styrk sinn í undanúrslitum íslandsmótsins í sveitakeppni með því að spila allt mótið á tveimur pörum og enda í efsta sætinu með 162,19 stig sem gerir 13,5 stig og 67,56% að meðaltali í leik. Sveitina skipuðu pörin  Hrannar Erlingsson - Sverrir G Kristinsson og Magnús Eiður Magnússon - Stefán Stefánsson. 
Baráttan um að komast inn í 12 sveita lokaúrslitin var hörð og áttu margar sveitir möguleika á því fyrir síðustu umferðina. Sveitirnar Hreint ehf, Ólijó, Hjördís og Eyjapeyjar fengu allar yfir 17 stig í síðustu umferðinni og tryggðu sig þannig áfram.
Úrslit móta BSÍ. Mótið upp á gamla mátann.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar