Jólamót BH og Sparisjóðs Hafnarfjarðar verður haldið fimmtudaginn 28. desember og hefst kl 17:00. Spilað að Flatahrauni 3 Hafnarfirði, Hraunsel.
Fjögur bridgefélög á landinu halda jólamót á milli jóla og nýárs sem jafnan hafa verið vel sótt. Þrjú þeirra verða með mótið laugardaginn 30. desember.
Nú er lokið þriðja og síðasta kvöldinu í Hraðsveitakeppni Sparisjóðs Norðlendinga. Sveit Soffíu gerði harða atlögu að forystu sveitar Frímanns en það dugði ekki til.
Erla og Sigfús náðu 66,5% skor og unnu kvöldið með yfirburðum. Næst voru Hrund Einarsdóttir og Vilhjálmur Sigurðsson JR með 60,6%. Erla og Sigfús fengu birkireykt hangikjöt og með því frá SS fyrir 1. sætið, og Hrund og Villi fengu ostakörfur frá Osta og Smjörsölunni fyrir 2. sætið.
Þriggja kvölda Cavendish tvímenningi hjá Bridgefélagi Reykjavíkur lauk með sigri Kristjáns Blöndal og Ómars Olgeirssonar en fast á hæla þeirra komu Guðmundur Baldursson og Steinberg Ríkarðsson.
Sveit skipuð íslenskum spilurum vann öruggan sigur á árlegu alþjóðlegu móti í Uppsala í Svíþjóð sem spilað var helgina 9.-10. desember. Spilarar í sveitinni voru Ísak Örn Sigurðsson, Ómar Olgeirsson, Stefán Jónsson og Steinar Jónsson.
Gróa Guðnadóttir og Guðrún Jörgensen urðu efsta í Miðvikudagsklúbbunm 6. desember. Þær voru jafnar Hrafnhildi Skúladóttur og Jörundi Þórðarsyni en drógu hærra spil þegar dregið var um hvort parið myndi fá 1. verðlaun.
2007
Fyrir annað kvöldið í Cavendish tvímenning BR voru Guðmundur Sv. Hermannsson og Helgi Jóhannsson með góða forystu en keppnisformið býður upp á miklar sveiflur og nú eru 3 pör nánast jöfn.
Nú er lokið tveimur kvöldum af þremur í hraðsveitakeppninni hjá Bridgefélagi Akureyrar en þátt taka 8 sveitir. Pör voru dregin í sveitir með tilliti til árangurs í Akureyrarmótinu í tvímenningi sem er nýlokið.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar