5. sept

miðvikudagur, 5. september 2007

6. Stjórnarfundur BSÍ

haldinn miðvikudaginn 5. sept. 2007 kl 17:30. Mættir voru: Guðmundur
Baldursson, Hrafnhildur Skúladóttir, Ísak Örn Sigurðsson, Kristján Blöndal,
Ómar Olgeirsson og Stefanía Sigurbjörnsdóttir.
Garðar Garðarsson, Helgi Bogason, Loftur Þór Pétursson og Sveinn Rúnar
Eiríksson boðuðu forföll.

1. Guðmundur Baldursson forseti greindi frá samþykkt síðasta fundar um
að sjoppan yrði lögð niður og hefur sjálfsali nú verið settur í staðinn.
Síðan verður verktaki fenginn til að sjá um matseld á stærri mótum s.s.
helgarmótum. Þetta fyrirkomulag verður reynt til áramóta.
Samkvæmt nýrri mótaskrá sem er hér lögð fram er helsta breyting sú
að nú eru undanúrslit og úrslit Íslandsmótsins í sveitakeppni færð aftur
fyrir páska og verða 11. - 13. apríl og 24. - 27.apríl. Þetta er m.a. til
að koma til móts við óskir margra keppenda í úrslitum undangenginna ára.
Einnig má benda á að páskar eru mjög snemma þetta árið.

2. Það er nú ljóst að Ísak Örn Sigurðsson sem gegnt hefur starfi
framkvæmdastjóra BSÍ mun hætta störfum 1. okt. n.k. Í framhaldi af því mun
staða hans verða auglýst í blöðum.

3. Landsliðsmál. Keppnislið þeirra landa, sem lentu í 10 efstu sætum
í Evrópumótinu í Varsjá í Póllandi, unnu sér þátttökurétt á móti í
Póllandi. Nú hafa núverandi Íslandsmeistarar Eykt sótt um 400.000 krónu
styrk til BSÍ til að taka þátt í mótinu og var það samþykkt.
Búast má við því að næsta ár verði kostnaðarsamt vegna þátttöku landsliða í
Evrópumótum. Samþykkt að sækja um a.m.k. 15. milljóna styrk fyrir næsta ár.

4. Ársþing verður haldið sunnudaginn 21.október. Stjórnin ætlar að
leggja fram tillögu um lagabreytingu sem felur í sér að fækka í stjórn úr 7
í 5.

5. Önnur mál. Sveinn sendi fundinum erindi og vildi árétta að
peningaverðlaun í Deildakeppni væru notuð til að styrkja sigurvegarann til
að taka þátt í viðurkenndu móti (mótum) á erlendri grund.

Næsti fundur verður miðvikudag 3. október kl. 17.30

Hrafnhildur Skúladóttir

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar