5. des.2006 Aðaltvímenningur, 3. kvöld af 4. Þegar aðeins eitt kvöld er eftir af Aðaltvímenningi BH hafa 3 pör slitið sig nokkuð frá hópnum og líklegt að sigurvegarinn komi úr þeirra hópi.
Jólabingó Bridgefélags Reykjavíkur fer fram í Síðumúla 37 núna á fimmtudaginn, 7.desember kl. 19:00! Veglegir vinningar, bara stuð. Tilvalið fyrir spilara að hittast einu sinni án þess að spila bridge:-) Endilega taka maka og börnin með.
2. Stjórnarfundur BSÍ Haldinn mánudaginn 4. desember 2006 kl 17:30. Mættir voru: Guðmundur Baldursson, Garðar Garðarsson, Helgi Bogason, Hrafnhildur Skúladóttir, Ísak Örn Sigurðsson, Loftur Þór Pétursson, Ómar Olgeirsson, Stefanía Sigurbjörnsdóttir.
Íslandsmót í sagnkeppni var haldið fyrsta sinni sunnudaginn 3. desember og hafði þar landsliðsparið, Sigurbjörn Haraldsson og Bjarni H. Einarsson nauman sigur með 75,9% skori.
Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson eru verðugir Íslandsmeistarar í Butlertvímenning 2006. Þeir leiddu mest allt mótið og þótt að þeir gæfu aðeins eftir í lokin, var munurinn 20 impar eftir að 55 spil höfðu verið spiluð.
Til leiks mættu 14 eðalpör og reyndu með sér í góðri stemmingu. Eftir góðan endasprett sigurvegaranna varð lokastaðan: 1 Frímann Stef.-Rosemary Shaw +32 2 Eggert Bergs-Eiríkur Sig.
Erla Sigvaldadóttir og Lovísa Jóhannsdóttir unnu 18 para tvímenning 29. nóvember. Þær skoruðu 61,4% og fengu í verðlaun körfur frá osta og smjörsölunni.
30 pör taka þátt í Cavendish tvímenningi hjá Bridgefélagi Reykjavíkur. Guðmundur Sv. Hermannsson og Helgi Jóhannsson eru lang efstir eftir fyrsta kvöld af þremur.
Nú vantar par til að fylla yfirsetu í Cavendish-tvímenning BR sem hófst þann 28.11. Tvö kvöld eru eftir. Þeir er óska eftir þátttöku í mótinu snúa sér til Björgvins í síma 860-2023.FYRSTIR KOMA, FYRSTIR FÁ.
Íslandsmót í bötlertvímenningi fer fram í húsnæði Bridgesambands Íslands laugardaginn 2. desember. Spilamennska hefst klukkan 11:00 að morgni. Spilamennsku er háttað eins og verið sé að spila í sveitakeppni, skor reiknað út í impum.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar