8.8.2007

miðvikudagur, 8. ágúst 2007

6. stjórnarfundur BSÍ

Haldinn 8.ágúst 2007 kl. 17:30. Mættir voru Guðmundur Baldursson, Ísak Örn Sigurðsson og Stefanía Sigurbjörnsdóttir.  Aðrir ekk mættir m.a. vegna sumarleyfa.

1.      Norðurlandamót/fundur

Norðurlandamótið í bridge fór fram í 5.-9.  júní.  Opna flokknum var spáð sigri í fyrsta mótsblaðinu og urðu það vonbrigði að liðið náði sér aldrei á skrið og endaði í 5.sæti en Finnar unnu í fyrsta skipti í sögu mótsins. Kvennaliðið var í baráttu um bronsverðlaunin en endaði í 4.sæti sem er besti árangur liðsins í mörg ár.
Haldinn var fundur í NBU, bridgesambandi Norðurlanda. Guðmundur Baldursson og Kristján Blöndal mættu á fundinn. Fundurinn stóð yfir í um 6 klukkustundir. KB skrifaði punkta frá fundinum. M.a. var rætt mikilvægi þess að standa saman í því að halda Norðurlandabúum í  stjórn Bridgesambands Evrópu. Nú eru í stjórn EBL Micke Melander frá Svíþjóð og Jens Auken frá Danmörku.  Micke kynnti forgjafarkerfi sem Svíar eru farnir að nota. Hefur verið notað í Svíþjóð í 3 ár og þeir eru mjög ánægðir með það.  Gefur stigalægri spilurum meiri möguleika, svipað og í golfi þar sem forgjafarmót hafa verið afar vinsæl. Það mætti e.t.v. gera tilraunir með hérna á Íslandi í vetur, t.d. í miðvikudagsklúbbnum.  Þarf að skoða hversu flókið sé að halda utan um forgjöf hvers og eins og hvernig hún breytist. Er hægt að hafa hana einungis háða meistarastigum?Þarf að kaupa sérhæfðan hugbúnað frá Svíum í það? Guðmundur hefur rætt þetta aðeins við Svein Rúnar og sýnt honum plaggið frá Micke.
Einnig var rætt um Gianarrigo Rona forsta EBL og Pólverja, Radoslaw Kielasinski sem bauð sig fram á móti honum. Pólverjinn var kosinn annar varaformaður. Lagt var til á fundinum að Pólverjinn yrði studdur í formannsembættið næst en hann þykir áhugasamur og er með ýmsar hugmyndir sem margir telja að geti orðið bridgelífi Evrópu til góðs. 
 

2.      Landsliðsmál

Tvö stórmót eru á næsta ári. Evrópumótið í Pau Frakklandi 14-28.júní og Olympíumótið( World Mind Sport Games) í Peking í Kína 3.- 17. Október. Stefnir í kostnaðarsamt ár vegna landsliðsverkefna. Minnt er á að sækja þarf um styrk til fjárlaganefndar í september.
Kvennaflokkur
GB leggur til að í kvennaflokki verði haldið áfram með æfingar sem Guðmundur Páll Arnarson stóð fyrir á síðasta tímabili. Almenn ánægja var með það hjá konunum sem tóku þátt.
Opinn flokkur
GB leggur til svipað fyrirkomulag í opnum flokki, t.d. 10-12 pör en fyrir nokkrum árum var GPA með æfingar fyrir áhugasöm pör. GB mun ræða þetta við GPA. Fundarmönnum líst vel á þessar tillögur.
Yngri spilarar
Til greina kemur að áhugasamir yngri spilarar taki þátt í æfingum með konunum eða haldnar verði sér æfingar fyrir þann flokk ef næg þátttaka. Til greina kemur að senda yngri spilara lið á yngri spilara mót sem haldið er samhliða Olympíumótinu í október á næsta ári(Word Mind Sports Games) Ef til vill tækju yngri spilarar þátt í að fjármagna það. Þarf að ræða nánar.

3.      Uppsögn framkvæmdastjóra

Ísak Örn Sigurðsson hefur sagt upp stöðu framkvæmdastjóra og tekur uppsögnin gildi 1.október. GB óskar eftir því að Ísak verði fram að ársþingi eða verði nýjum framkvæmdastjóra innan handar og komi honum inn í starfið. Ísak tekur vel í það en hversu mikið það verður sé háð nýjum vinnustað. GB telur að e.t.v. sé hægt að skipta upp framkvæmdastjórastöðunni, einn sjái um fjármálin en annar um daglegan rekstur og mótahald. GB hefur verið að athuga hverjir sóttu um síðast og mun ræða fyrst við þá. Þarf að setja það í forgang að finna nýjan framkvæmdastjóra, fara að auglýsa stöðuna. Innan við 2 mánuðir þar til Ísak hættir. Spurt er um ástæður uppsagnar Ísaks. Hann svarar því að hann hafi lítið getað spilað í stórmótunum en hafi mikinn áhuga á því. Mikið vinnuálag allan veturinn, sér í lagi í kringum stórmótin.

4.      Bridgehátíð

Búið er að semja við Icelandair um 600.000 kr úttekt í flugfarseðlum, hægt að nýta hvernig sem er, m.a. fyrir boðsgesti Bridgehátíðar eða í landsliðsferðir. Ekki er endanlega búið að semja við Hótel Loftleiðir en það er í vinnslu.
Búið er að bjóða Írum á næstu Bridgehátíð en þeir urðu í 2.sæti á síðasta Evrópumóti. Ekki komið svar frá þeim. Rætt var við Sabine Auken, á nýafstöðum sumarleikum í Nashville USA, um boð á Bridgehátíð. Hún tók vel í það en þarf að athuga betur.

5.      Ársþing BSÍ og umsókn um styrk

Ársþing BSÍ verður haldið 21. október.
Rætt var um hugsanlega fækkun í stjórn, t.d. 5 í stjórn og 2 varamenn í stað 7 og 3 varamenn. Þarf að ræða betur á næsta fundi hvort ástæða sé til að koma með tillögu í þá veru fyrir ársþingið. Garðar Garðarsson hefur komið með þá gagnrýni að vanti meiri umgjörð í kringum árþingið. Vanti eitthvað upp á til að fólki finnist það eftirsóknarvert að mæta á þingið. Síðustu ársþing hafa verið frekar fámenn og mörg bridgefélög ekki nýtt rétt sinn til að mæta. E.t.v. þarf að taka upp á einhverju nýju, og einnig hafa samband við félögin og hvetja þau til að senda fulltrúa á þingið. Óskað eftir hugmyndum fyrir næsta fund.

6.      Önnur mál

Styrkir
Stefanía Sigurbjörnsdóttir hefur séð um bókhald BSÍ í vetur. Hún minnist á að það þurfi að vera forgangsmál að innheimta ógreidda styrki, t.d. sé eitt fyrirtæki sem skuldi enn 150.000kr.  Einnig þarf að endurnýja samninga við fyrirtæki um skilti sem hanga upp á vegg í Síðumúla. Hentugast að sé samið við hvert fyirtæki um að hafa skiltið upp á vegg í september  til september á næsta ári. Einnig að bjóða þessum fyrirtækjum að fá logo á heimasíðuna, bridge.is. Gott að taka myndir af verðlaunahöfum móta og t.d. landsliðum þar sem skiltin eru á bakvið. Ísak mun ganga í þessi mál.

Hússjóður Síðumúla 37
Stefanía leggur til að BSÍ komi sér undan því að halda utan um hússjóðinn í Síðumúla 37. Hingað til hefur BSÍ borgað hússjóð fyrir allt húsið og rukkað aðra í húsinu. Hentugra sé að hver og einn fái sendan gíróseðil, eða borgi beint í heimabankanum. Annað sé úrelt fyrirkomulag. Ísak mun ræða við aðra í húsinu um að breyta þessu.

Sjoppan
Tilkynnt var á fundinum að Michelle hefur sagt upp störfum í sjoppunni. Hættir í byrjun september. SS er með tillögu um að hætta með sjoppuna eða einfalda rekstur hennar. Mætti skoða það að hafa kaffisjálfsala, gossjálfsala og nammisjálfsala. Oft mjög lítið að gera í sjoppunni þegar fámennt er í spilamennsku og hún stendur ekki undir sér. Þegar eru stærri mót haldin í Síðumúla þá er hægt að fá einhvern sérstaklega til að sjá um mat í matarhléum. Fundarmönnum líst vel á þetta. GB mun skoða kostnað við sjálfsala.

Stefnt að næsta fundi BSÍ 5. september

Fundi slitið kl. 19:00

Ómar Olgeirsson ritaði í fjarveru Hrafnhildar Skúladóttur.