Í kvöld hefst þriggja kvölda keppni á RealBridge á vegum Bridgefélags Kópavogs. Þetta verða þrjú stök kvöld og tvö bestu gilda. Opið öllum sem spila á RealBridge og verðlaun fyrir þrjú efstu sætin.
EKKI er spilað hjá BH í kvöld
Jólamót Bridgefélags Reykjavíkur var spilað í gærkvöldi á netsíðunni RealBridge. 38 pör spiluðu og herma heimildir að hvert og eitt þeirra hafi haft bæði gagn og gaman af.
Á fundi stjórnar BSÍ í gær var ákveðið að gera allt sem í okkar valdi stæði til að Bridgehátíð 2022 fari fram í Hörpu. Skráningar í mótið hafa farið mjög vel af stað og sjaldan eða aldrei hefur jafn þéttur hópur erlendra spilara skráð sig.
Jólamóti Bridgefélags Hafnarfjarðar lauk með sigri Aðalsteins Jörgensen og Ásbjörns Ásbjörnssonar með 60,68% skor. Aron Þorfinnsson og Guðmundur Snorrason í öðru sæti með 59,45% skor.
Minni á jólamót BH skráning í fullum gangi
Spilakvöld BR á þriðjudagskvöldum hafa gengið ágætlega og aðeins eitt spilakvöld fallið niður. 21 spilari hefur mætt 9 sinnum eða oftar fram að jólum og fara í pottinn fyrir Færeyjamótið þar sem einhver fingralangur mun draga út þá heppnu.
Getum að hámarki tekið við 24 pörum og gildir bara að skrá sig sem fyrst og hvetjum við sem flesta til að skrá sig á netinu.
Ekki verður spilað hjá BH í kvöld og næsta mánudag við erum kominn í jólafrí
Minni á jólamótið hjá okkur 27.des endilega skrá sig sem fyrst
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar