Sverrir G Kristinsson safnaði flestum bronsstigum, fram að jólum.

föstudagur, 17. desember 2021

Spilakvöld BR á þriðjudagskvöldum hafa gengið ágætlega og aðeins eitt spilakvöld fallið niður. 21 spilari hefur mætt 9 sinnum eða oftar fram að jólum og fara í pottinn fyrir Færeyjamótið þar sem einhver fingralangur mun draga út þá heppnu.
Sverrir G Kristinsson er bronsstiga hæstur með 133 slík en Gunnlaugur Karlsson er sá eini sem hefur mætt öll kvöldin.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar