Þorlákur Jónsson og Haukur Ingason unnu Jólamót BR.

föstudagur, 31. desember 2021

Jólamót Bridgefélags Reykjavíkur var spilað í gærkvöldi á netsíðunni RealBridge. 38 pör spiluðu og herma heimildir að hvert og eitt þeirra hafi haft bæði gagn og gaman af. Að afloknum 11 umferðum og 44 spilum stóðu Þorlákur Jónsson og Haukur Ingason uppi sem sigurvegarar með 59,37% skor. 
Bridgefélag Reykjavíkur sendir ykkur óskir um gleðilegt nýtt ár og þakkar kærlega fyrir það liðna. 

https://play.realbridge.online/de.html?p=211230128421...

Reykjavík Bridge Festival

STIG 2 (kerfið): Hefst 28. sept. Fimm miðvikudagskvöld frá 19-22 í Síðumúla 37.

Farið vel yfir uppbyggingu Standard-kerfisins og áframhald sagna eftir opnun og fyrsta svar. Námskeiðið hentar breiðum hópi spilara og ekkert mál að mæta stakur/stök. VERÐ: 20 þúsund fyrir manninn.

Upplýsingar og innritun í síma 898-5427 og í tölvupósti gpa@simnet.is

Bkv. Guðmundur Páll Arnarson