Þorlákur Jónsson og Haukur Ingason unnu Jólamót BR.

föstudagur, 31. desember 2021

Jólamót Bridgefélags Reykjavíkur var spilað í gærkvöldi á netsíðunni RealBridge. 38 pör spiluðu og herma heimildir að hvert og eitt þeirra hafi haft bæði gagn og gaman af. Að afloknum 11 umferðum og 44 spilum stóðu Þorlákur Jónsson og Haukur Ingason uppi sem sigurvegarar með 59,37% skor. 
Bridgefélag Reykjavíkur sendir ykkur óskir um gleðilegt nýtt ár og þakkar kærlega fyrir það liðna. 

https://play.realbridge.online/de.html?p=211230128421...

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar