Það hefur verið gengið frá því að kjördæmamótið 2023 verður í Færeyjum 13-14. maí. Nánari upplýsingar síðar. Eins og í öllu öðru starfi Bridgesambandsins er frítt fyrir börn og ungmenni.
Ólafur Steinason er búinn að taka saman upplýsingar um öll landslið Íslands í Bridge. Þessi gögn eru ómetanleg og á Ólafur miklar þakkir skilið fyrir þessa vinnu.
Vetrarstarf Bridgefélags Reykjavíkur hefst þriðjudaginn 20. september kl. 19:00 með 3ja kvölda sveitakeppni. Reiknað er með að spila 3 leiki á kvöldi.
Haustönn Bridgeskólans hefst 26. september og er kennt fimm mánudagskvöld frá 19-22 í Síðumúla 37. Byrjað er alveg frá grunni og farið vel yfir undirstöður Standard-sagnkerfisins.
Grant Thornton bar öruggan sigur úr býtum á Sölufélagi Garðyrkjumanna í úrslitaleik Bikarkeppni Bridgesambands Íslands. Sölufélagsmenn spiluðu bara fjórir bæði undanúrslit og úrslit þar sem þeir höfðu misst menn í veikindi og meiðsl.
Úrslit í Bikarnum. Uppfærð úrslit koma hér inn.2022-09-18 Bikarkeppnin 2022 Úrslit (bridge.
Það verða Sölufélag Garðyrkjumanna og Grant Thornton sem spila til úrslita á morgun. Sölufélagið mun byrja í norður suður í opna sal. Byrjað verður að spila klukkan 10.00 og spilaðar fjórar 16 spila lotur.
Nú er verið að spila undanúrslit í bikarnum í Síðumúlanum. Á BBO eigast við Grant Thornton og J.E. Skjanni ehf og leiðir Grant Thornton 55-28. Í hinum leiknum spila sveit Formannsins og Sölufélag Garðyrkjumanna og leiðir Formaðurinn þar 75-62 í miklum sveifluleik.
Spilað er í undanúrslitum í bikar í dag í Síðumúlanum. Spilað er á skermum og hefst spilamennska klukkan 10.00. Annarvegar er það leikur Grant Thornton og J.
Hér verður hægt að fylgjast með stöðunni á hverjum tíma í undanúrslitunum í Bikarkeppni BSÍ.2022-09-17 Bikarkeppni 2022 Undanúrslit (bridge.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar