Sveit Black sem vann næsta öruggan sigur í sveitakeppni Reykjavík Bridge Festival sem lauk um kvöldmatarbil á sunnudeginum í Hörpu, var með enskt heiti en þrír af spilurum í sveitinni eru Svíar.
Sveit J.E. Skjanna virðist vera í svaka stuði í sveitakeppni Bridgehátíðar.Þeir vinna látlaust og eru með 99,76 stig í efsta sæti með rúmlega 18 stigaforystu á annað sætið.
Running score teams
Norskt par þeir Tor Eivind Grude og Christian Bakke unnu sigur í tvímenningskeppni Bridgehátíðar. Þetta var kærkominn sigur hjá þeim því þetta var í fyrsta sinn sem þeir vermdu fyrsta sætið allt mótið, með 57,6% skor.
Reykjavík Bridgefestival hófst í Hörpu í gær en það var forsetafrúin Eliza Reid sem setti Bridgehátíðina með pomp og pragt.Yfir 700 spilarar eru skráðir til þátttöku.
Running score
Á mánudag og þriðjudag er spilað í húnsæði BH landsliðskeppni. Í opna flokk Þýskaland England Ísland 1 Ísland 2 Í kvennaflokk Danmörk USA ísland1 Ísland 2 Byrjað verður að spila á mánudag umferð 1 klukkan 13.00 (tveir 13 spila hálfleikir) umferð 2 klukkan 19:00 Á þriðjudag (bara í opna flokki) Umferð 3 klukkan 19:00 Jón Baldurs hefur fengið þrjá aðila til að vera með BBO.
Reykjavik Bridgefestival sveitakeppnin er fyrsta mótið sem er samþykkt inn í mótaröð Alþjóða Bridgesambandsins. Alþjóða Bridgesambandið er að byrja með World Bridge tour sem er stigamót þar sem nokkur mót gefa stig og stigahæsti spilarinn samanlagt verður WBO meistari.
Nú eru 86 sveitir og rúmlega 150 pör skráð á Reykjavik Bridgefestival. Er skráningin umfram bjartsýnustu vonir og stefnir í frábært mót. Opið verður fyrir skráningu næstu daga og hver að verða síðastur að skrá sig.
Á Hvolsvelli kom gestasveit Vesturhlíðar og sigraði svæðamót Suðurlands eftir spennandi keppni. Í sveit Vesturhlíðar voru Eðvarð Hallgrímsson - Júlíus Snorrason - Magnús Sverrisson - Halldór Þorvaldsson Suðurlandsmeistarar urðu sveit TM-Selfossi en í sveitinni voru Kristján Már Gunnarsson - Gunnlaugur Sævarsson - Runólfur Þór Jónsson - Helgi G Helgason Loka staðan varð eftirfarandi 116.45 Vesturhlíð gestir 115.57 TM-Selfossi 113.84 Íslenskur landbúnaður 106.39 Kortaumboðið 102.80 Motta 100.82 SFG 91.62 Rangæingar 55.88 Hótel Anna 27.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar