Sveit Kólus leiðir Vesturlandsmótið

laugardagur, 6. janúar 2024

Nú um helgina er spilað bæði Vesturlandsmót og Suðurlandsmót. 

Á Vesturlandi leiðir sveit Kólus þegar mótið er hálfnað með 60,49 stig en sveit ML er í öðru sæti með 57,1 stig en þessar sveitir hafa nokkuð forskot á aðrar sveitir. Af þeim pörum sem hafa spilað alla leikina leiða Inda Hrönn Björnsdóttir og Anna Heiða Baldursdóttir bötlerinn með risaskor 2,43.

Á Suðurlandi leiðir sveit íslensk Landbúnaðar með 87 stig en SFG er með 75,4 stig en báðar þessar svetir hafa spilað mjög vel á seinni degi mótsins. Munu sveitirnar spila saman í loka umferð mótsins sem verður að öllum líkindum hreinn úrslitaleikur, 

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar