Síðasti leikurinn í átta liða úrslitum í bikarnum fer fram klukkan 17:00 í dag þegar Grant Thornton og InfoCapital spila. Verður leikurinn sýndur á BBO.
Búið er að velja æfingahóp fyrir kvennaflokkinn. Lagt var upp með að fá í hópinn góða blöndu af reynsluboltum og yngri spilurum og gekk það eftir að mestu.
Það voru heldur betur sviptingar í sveitakeppninni á Northern Lights Bridge Festival sem haldið var til minningar um Gunnar Birgisson núna um helgina.
J.E. Skjanni leiðir sveitakeppnina á Northern Lights Bridge Festival eftir 5 umferðir. Íslenskur Landbúnaður er í 2.sæti en þessar tvær sveitir áttust við í 5.umferð þar sem Skjanni vann með 1 impa mun.
Northern Lights Bridge Festival sem er haldið af Bridgefélagi Siglufjarðar fór af stað með tvímenning í gær en 52 pör mættu til leiks. Mótið er minningarmót um Gunnar Birgisson.
Ekki verður spilað í sumarbridge á morgun föstudag.
Eins og kynnt var er glæsilegur vinningur í boði fyrir þann sem mætir best í Sumarbridge. Í boði er gisting á Siglufirði um næstu helgi í tveggja manna herbergi.
Það er bilun í tölvukerfinu sem gerir það að verkum að öll mót eru sögð byrja klukkan 13.00 á netinu alveg sama hvenær þau eiga að byrja. Unnið er að viðgerð.
Um helgina fór fram minningarmót um Skúla Sveinsson á Borgarfirði Eystri. Óhætt er að segja að virkilega vel hafi verið staðið að mótinu og mjög mikil ánægja var hjá spilurum.
Gengið hefur verið frá því hverjir munu sjá um þjálfun bæði landsliðsins og eins æfingahópsins í opna flokknum. Þannig hefur hvert par hefur fengið sér þjálfara sem mun sjá um þjálfun.
Auglýst er eftir áhugasömum pörum í æfingahóp kvennalandsliðs. En Anna Ívars yfirmaður landsliðsmála kvenna mun tilkynna hópinn 1.september. Liðið sem mun fara á NM í Svíþjóð á næsta ári mun síðan verða valið í janúar.
Jón Baldur hefur valið æfingahóp fyrir opna flokkinn.
J.E.Skjanni fóru á kostum í kvöld þegar liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum í bikarnum eftir stórsigur á Skákfjélaginu. Eru Formaðurinn og J.E.Skjanni komin í pottinn en næsti leikur verður miðvikudag eftir viku þegar SFG og Breytt og brallað mætast í Síðumúlanum.
Jón Baldursson hefur valið sinn fyrsta landsliðshóp. En tilkynnt var um valið í sumarbridge í kvöld, en ekki hefur verið betri mæting í sumarbridge í 3 ár.
Frestur til að sækja um í æfingahóp í opna flokknum rennur út á hádegi á morgun miðvikudag. Þeir sem eru áhugasamir eiga endilega að senda póst á Matthias@bridge.
Anna G. Ívarsdóttir hefur verið ráðin til að stýra kvennalandsliði Íslands í Bridge. Anna hefur spilað hundruði landsleikja fyrir Ísland en hennar fyrsta Evrópumót var 1993. Anna er margfaldur íslandsmeistari í sveitakeppni og tvímenningi kvenna og hefur einnig unnið Íslandsmót í paratvímenning og parasveitakeppni.
Einar Gudjohnsen hefur ákveðið að styrkja opna landsliðsflokkinn í bridge veglega næstu 4 árin til minningar um Sigurð Sverrisson einn besta bridgespilara sem Ísland hefur átt.
Jón Baldursson mun velja landslið og æfingahóp í næstu viku í opna flokk. Þau pör sem hafa áhuga á að vera í æfingahóp mega endilega senda póst á Matthias@bridge.
Jón Baldursson hefur verið ráðinn til að stýra landsliði Íslands í opna flokknum í bridge. Sett hefur verið upp 4 ára áætlun þar sem markmiðið er að Ísland verði meðal fremstu þjóða í bridge á sama tíma og byggt verður til framtíðar.
Formaðurinn úr Hafnarfirði var fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum með sigri á Bridgefélagi Breiðholts í kvöld 113-56. Sveit formannsins skipa þeir Sigurjón Harðarson, Ólafur Sigmarsson, Skúli Jónas Skúlason, Bergur Reynisson, Matthías Imsland og Ólafur Steinason.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar