8.liða úrslit í bikarnum af stað

þriðjudagur, 9. ágúst 2022

Formaðurinn úr Hafnarfirði var fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum með sigri á Bridgefélagi Breiðholts í kvöld 113-56. Sveit formannsins skipa þeir Sigurjón Harðarson, Ólafur Sigmarsson, Skúli Jónas Skúlason, Bergur Reynisson, Matthías Imsland og Ólafur Steinason. En Sigurjón, Ólafur, Skúli og Bergur lögðu grunninn að sigrinum með frábærri 3.lotu.

Reykjavík Bridge Festival

STIG 2 (kerfið): Hefst 28. sept. Fimm miðvikudagskvöld frá 19-22 í Síðumúla 37.

Farið vel yfir uppbyggingu Standard-kerfisins og áframhald sagna eftir opnun og fyrsta svar. Námskeiðið hentar breiðum hópi spilara og ekkert mál að mæta stakur/stök. VERÐ: 20 þúsund fyrir manninn.

Upplýsingar og innritun í síma 898-5427 og í tölvupósti gpa@simnet.is

Bkv. Guðmundur Páll Arnarson