Ísland vann Finnland 15,19-4,18 í opna flokknum og kvennaliðið vann Finnland 10,91-9,09.Auk þess er keppnisstjóri að fara yfir eitt spil þar sem gefnar voru rangar útskýringar sem gæti aukið muninn í kvennaflokk.
Kvennalandsliðið tapaði fyrsta leik sínum á móti heimsmeisturum Svía 7,45-12,55 eftir að hafa verið yfir nánast allan leikinn. Opni flokkurinn tapaði fyrir Svíium 4,81-15,19. Næsti leikur er gegn Finnlandi sem vann Færeyjinga í opna flokknum stórt í 1.umferð og í kvennaflokknum vann Finnland nauman sigur gegn Finnlandi b.
Norðurlandamótið í bridge hefst á eftir. Spilar bæði opna landsliðið og kvenna landsliðið fyrst við Svía og svo Finna. Hægt verður að fylgjast með á heimasíðu mótsins.
Ísland hefur leik á norðurlandamótinu á fimmtudag gegn Svíum klukkan 16.00.
Norðurland Eystra vann ótrúlegan yfirburðarsigur á kjördæmamótinu sem lauk í dag. Sveitin vann með meira en 120 stiga mun sem hlýtur að vera nálægt því að vera met.
Norðurland Eystra er með yfirburðastöðu eftir fyrri dag Niceair kjördæmamótsins. Þarf mikið að gerast síðustu 3. umferðirnar til að einhver önnur sveit þjarmi að Norðurlandi Eystra.
Af og til leggja bridgespilarar á sig mikla vinnu við að safna upplýsingum, sem eru bæði sagnfræðilegar og skemmtilegar til lestrar fyrir áhugasama bridgespilara.
Opnað hefur verið skráningu í bikarkeppni. Skráningarfrestur er til 1.júni Bikarkeppni 2022 (bridge.
Fundargerð 11.
Glæsileg árshátíð kvenna var um síðustu helgi, en árshátíð kvenna er haldin hátíðlega á hverju ári. Eins og vanalega var aðsóknin góð, 32 pör mættu til leiks.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar