Formaðurinn úr Hafnarfirði var fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum með sigri á Bridgefélagi Breiðholts í kvöld 113-56. Sveit formannsins skipa þeir Sigurjón Harðarson, Ólafur Sigmarsson, Skúli Jónas Skúlason, Bergur Reynisson, Matthías Imsland og Ólafur Steinason.
Það var dregið í 8.liða úrslit í bikarnum þegar spilað var í sumarbridge nú í kvöld. Það verður risa leikur þar sem Grant Thornton og InfoCapital spila.
Síðasti leikurinn í bikarnum kláraðist í kvöld þegar Formaðurinn úr Hafnarfirði var síðasta lið inn í 8.úrslitin. Liðin sem verða í pottinum eru: Skákfjélagið SFG Breytt og Brallað Bridgefélag Breiðholts InfoCapital Grant Thornton J.
Leikur J.E.Skjanna og Frímanns Stefánssonar var æsispennandi. Eftir 30 spil áttu norðanmenn 18 impa - fjórða lotan var fjörug og mikið skorað. Eftir 40 spil var staðan hnífjöfn og þurfti að framlengja um 4 spil.
Leikur Hótel Norðurljósa og Grant Thornton í 16.liða úrslitum í bikar verður sýndur beint á BBO klukkan 18.00 í dag. Lýsendur verða Stefán Jónsson og Ísak Örn Jónsson.
Í gær fóru fram tveir leikir í 16.liða úrslitum í bikarnum. Bridgefélag Breiðholts vann Athenu 120-76 og Skákfjelagið vann Doktorinn 74-65. Bridgefélag Breiðholts og Skákfjélagið eru því komin áfram í 8.liða úrslit ásamt InfoCapital og SFG.
Leikur Hótel Norðurljósa sem eru ríkjandi Íslandsmeistarar og Grant Thornton sem er ein sigursælasta sveitin í Bridge undanfarin ár munu mætast 18.00 á fimmtudag.
SFG vann Quatro Logos 115-50 í leik sem fór fram á föstudagskvöld. SFG átti 12 impa í hálfleik en gáfu verulega í seinni hálfleik. Áður hafði InfoCapital unnið París 158-47 í fyrsta leik 16.liða úrslita.
Dregið var í 2.umferð á Álfacafe á Borgarfiði Eystri þar sem aðstandendur minningar/afmælismóts Skúla Sveinssonar hjálpuðu til við að draga. En það verður einmitt spilað á Álfacafe 27.ágúst.
Borgarfjörður Eystri og Hallveig Karlsdóttir voru heimsótt í dag og í gær. Hallveig ætlar að hjálpa að draga í bikarnum og sýna aðstæður en hún er að halda minningar/afmælismót Skúla Sveinssonar þann 27.ágúst.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar