Jón Baldursson yfir 5000 meistarastigamúrinn

mánudagur, 3. október 2022

Nú þegar sveitir eru að skila gullstigablöðum eftir bikarkeppnina kemur í ljós að Jón Baldursson er kominn fyrstur spilara yfir 5000 meistarastigamúrinn. Jón Baldursson er án efa fremmsti bridgespilari Íslands fyrr og síðar. Hann hefur oftast allra orðið Íslandsmeistari í sveitakeppni í bridge eða 15 sinnum og Íslandsmeistari í tvímenningskeppni 6 sinnum. Hann varð Norðurlandameistari 1988, 1994, 2013, 2015 og 2019.

Jón á að baki um 600 landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann vann Generali master, óopinbera heimsmeistarakeppni í einmenningi árið 1994, vann Transnational sveitakeppni, heimsmeistarakeppni í blönduðum flokki árið 1996 og hefur tvisvar orðið Norður-Ameríkumeistari. Hann varð heimsmeistari í bridge er íslenska sveitin vann Bermuda Bowl, eða heimsmeistaratitilinn í bridge árið 1991 í Yokohama. Jón Baldursson er í “Hall of Fame” Evrópska Bridgesambandsins.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar