Þá er hafin hjá okkur Rangæingum 5 kvölda tvímenningur, Samverkstvímenningurinn. Okkar elskaði formaður er enn að sóla sig á Tenerife en þar heldur hann upp á sigur sinn og sinna manna í sveitakeppninni, sem er nýlokið.
Þriðja kvöldið af fjórum í Aðaltvímenningi Bridgefélags Reykjavíkur var spilað í kvöld. Besta skori kvöldsins náðu Haukur Ingason og Þorlákur Jónsson en Stefán Stefansson og Rúnar Einarsson voru með næst besta skorið og tilltu sét jafnframt á toppinn í heildina.
Vopnabræður unnu 2ja kvölda Hraðsveitakeppni BH með +102 impa. Sveit Drafnar varð í 2. sæti með +79 impa og í 3ja sæti varð Sérsveitin með +65 impa.
Íslandsmeistarar, annað árið í röð, urðu Soffía Daníelsdóttir og Hermann Friðriksson Í öðru sætu urðu Bryndís Þorsteinsdóttir og Gunnlaugur Sævarsson og þriðja sætið hrepptu hjónin Ljósbrá Baldursdóttir og Matthías Þorvaldsson.
Aðalsveitakeppninn heldur áfram, ennþá er allt í hnút og stefnir í æsispennandi lokaumferð.
4 íslendingar eru að keppa í þessu móti í Moskvu um helgina Sveinn Eiríksson, Þröstur Ingimarssonar, Jón Baldursson og Sigurbjörn Haraldsson Hægt verður að fylgjast með þeim hér
Fyrsta kvöldið af fjórum í Hraðsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs var spilað í kvöld. Aðrir Vopnabræður komu ofan úr Reykjavíkurhreppi og sýndu Kópavogsbúum í tvo heimana og eru með 58 stiga forystu í efsta sætinu.
Það var létt yfir Rangæskum spilurum sl. þriðjudag, enda ölkvöld þar sem veitt er blautleg verðlaun fyrir alla flokka. 13 pör mættu til leiks og léku 28 spila Barómeter.
Annað kvöldið af fjórum í Aðaltvímenningi Bridgefélags Reykjavíkur var spilað í kvöld. Kristján Snorrason og Ólafur Sigmarsson töpuðu efsta sætinu um tíma en náðu því aftur í síðustu setunni.
Reykjanesmótið í sveitakeppni var haldið í Hafnarfirði um helgina. Eftir harða keppni stóð sveit Vestra uppi sem sigurvegari í undankeppni Íslandsmótsins en Bingi og feðgarnir eru hinsvegar Reykjanesmeistarar þar sem þeir urðu efsta sveitin sem er skipuð meirihluta spilara í félögum á svæðinu.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar