Gunnlaugur Óskarsson og Högni Friðþjófsson unnu seinni einskvölds upphitunartvímening félagsins. Þeir enduðu með 64,4% skor sem var tæp 5% ofar en þær Harpa Fold og Svala sem urðu í 2. sæti.
Hægt er að sjá úrslit og öll spil frá spilakvöldum Bridgefélags eldri borgára í Hafnarfirði á heimasíðu þeirra: Heimasíða BFEH Þar má einnig sjá link á facebook með myndum sem Aðalsteinn Jörgensen tók af spilamennsku félagsins.
Tekin hefur verið ákvörðun um að færa spilakvöldin hjá BS Muninn yfir á fimmtudagskvöld í stað miðvikudaga. Vinsamlegast látið þetta berast til allra félagsmanna.
Alda Guðnadóttir og Stefanía Sigurbjörnsdóttir unnu fyrsta dömukvöld BR með rúmlega 63% skor. 28 pör mættu til leiks og tókst kvöldið einstaklega vel.
Björn Halldórsson og Þórir Sigursteinsson eru efstir eftir fyrsta kvöld af þremur í Haust-Monrad Bridgefélags Kópavogs. Þeir fengu 60,5% skor en tvö bestu kvöldin gilda til verðlauna.
Nú er lokið síðasta Sumarbridge kvöldinu en Reynir og Frímann unnu það og hér er heildarstaðan. Þriðjudaginn 24.september verður aðalfundur og spil sem þurfti að fresta í vor.
Aðalfundur Bridgefélags Selfoss og nágrennis verður haldinn í Tryggvaskála 27. september nk. kl. 20:00. Dagskrá er hefðbundin aðalfundarstörf, verðlaunaafhending fyrir sl.
Björn Arnarson og Brynjar Jónsson unnu fyrsta spilakvöld Miðvikudagsklúbbsins. Þeir enduðu með 64,1%, rétt fyrir ofan Jón Viðar Jónmundsson og Þorvald Pálmason sem urðu að láta sér 2. sætið nægja með 63,5%.
Í kvöld hefst fyrsta keppni vetrarins hjá Bridgefélagi Kópavogs og er það þriggja kvölda Monrad-tvímenningur þar sem tvö bestu kvöldin gilda til verðlauna.
Baldur Bjartmarsson og Sigurjón Karlsson unnu fyrsta spilavköld BH. Spilaður var Monrad Barometer og komu þeir sterkir inn á lokasprettinum. Í 2. sæti voru Þorgerður Jónsdóttir og Aðalsteinn Jörgensen og 3ja sæti varð hlutskipti Steinars Hólmsteinssonar og Óla Danivalssonar.
BR er að keyra spilamennsku vetrarins í gang! Þriggja kvölda tvímenningur Hótel Hamars hefst á morgun, þriðjudaginn 17. september. Að vanda er spilað í Síðumúla 37 og hefst spilamennska kl.
Vetrarstarf Bridgefélags Kópavogs hófst í kvöld með eins kvölds Howell-tvímenningi. Sigmundur Stefánsson og Hallgrímur Hallgrímsson urðu efstir með 63,2% skor.
Þann 10 sept voru það Björn Þorláksson og Pétur Gíslason sem skutust á toppinn í síðustu setu eftir harða baráttu þriggja para. 3.sept var metþáttaka sumarsins eða 17 pör og Stefán Viljálmsson og Örlygur Örlygsson unnu.
Vertarstarf Bridgefélags Kópavogs hefst fimmtudaginn 12 September kl. 19:00 stundvíslega. Dagskráin fram að jólum er komin á heimasíðuna. Nýjir félagar velkomnir eins og alltaf.
Dagskrá BR Haustið 2013
Bridgefélag eldri borgara í Hafnarfirði er komið með heimasíðu hjá Bridgesambandi Íslands. Slóðin er www.bridge.
Allt er komið hér
"GOLF-BRIDGE mótið verður haldið á Strönd (Hellu) laugardaginn 7.sept og hefst kl. 10.30. Nánari upplýsingar hjá Lofti s 897 0881 og á golf.is.
Allt um Sumarbridge er hér .
Spilað var á átta borðum í sumarbridge í kvöld. Engu að síður ákaflega gaman hjá þeim flestum. Efstir urðu Brynjar Jónsson og Ingvar Hilmarsson með 61% skor eins og sjá má á heimasíðu Sumarbridge.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar