Hjördís og félagar með nauma forystu í Kópavogi

föstudagur, 8. nóvember 2013

Aðlsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs hélt áfram í gærkvöldi en þá voru spilaðar þriðja og fjórða umferð. Sveit Hjördísar þurfti að lúta í gras í fjórðu umferðinni á meðan Vinir fengu fullt hús og hjuggu mjög nærri toppsætinu. Þess má geta að á þessu ári var teki upp nýr vinningsskali þar sem fullnaðarsigur er 20-0 og jafntefli 10-10. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar