Rangæingar -- Sundmaðurinn á flugsundi

miðvikudagur, 30. október 2013

Sl. þriðjudagskvöld mættu 10 pör til leiks á Heimaland og spiluðu 28 spil í 7 umferðum, Monrad.    Sundmaðurinn ógurlegi Magnús Halldórsson hefur farið mikinn undanfarið og er kominn á toppinn í Meistarakeppni félagsins eftir að þeir félagar, Magnús og Sigurjón Pálsson, deildu 1. sætinu í gær með bankastjórunum, Torfa og Sigurði, á 57,6% skori.  Að vanda varð Örn Hauksson í 3. sæti en með Birni Dúasyni í þetta sinn.  Þeir félagar enduðu með 52,7% skor. Í 4. sæti endaði svo Eiríkur óðalsbóndi, sem loks hafði endurheimt Sillu sína úr meiðslum, þau enduðu með 52,2% skor.

Blautverðlaun voru veitt þetta kvöld og dreift nokkuð um stigatöfluna. 

Úrslitin að öðru leyti og spilin má sjá hér

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar