Jolatvímenningur Bridgefélags Kópavogs fór fram í kvöld og var spilað á 10 borðum. Bernódus Kristinsson og Ingvaldur Gústafsson sigruðu nokkuð örugglega með 62,5% skori og Birgir Örn Steingrímsson og Þórður Björnsson urðu aðrir með 59,7%.
Sl. þriðjudag var spilaður Landsbankabarómeter. 13 pör mættu til leiks. Veitt voru notadrjúg verðlaun, til margra hluta nytsamleg, og dreift um stigatöfluna eftir ýmsum reglum, mest þó á efri endann.
Síðasta þriðjudag fyrir jól var að venju keppt um hið magnaða KEA hangikjöt frá Norðlenska og magál einnig. Eftir jafnt og skemmtilegt mót urðu Reynir og Frímann hlutskarpastir: Lokastaðan Minnt er á Íslandsbankamótið með flugeldaverðlaunum laugardaginn 28.desember á Hótel KEA.
Öll úrslit og spil er að finna á úrslitasíðu föstudagskvölda BR
Tveggjakvölda jólaeinmenningur hófst s.l. fimmtudag með þátttöku 20 spilara. Menn mæta í jólaskapi og gefa gjafir og þiggja gjafir, þó ekki hafi verið jafnvægi í því hjá öllum.
Sveit Hjördísar Sigurjónsdóttur sigraði í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs sem lauk í gærkvöldi. Þau fengu 11,64 stigum meira en sveit Guðlaugs Bessasonar í 13 umferðum sem gerir 0,89 stigum meira í hverri umferð.
Sl. þriðjudagskvöld var fimmta og síðasta umferðin í 5 kvölda Butler félagsins leikin. Ellarnir, ungir menn á uppleið, eru að komast á gríðarlegt skrið.
Þá er lokið Akureyrarmótinu í tvímenning 2013 en lokakvöldið voru 3 pör í 1.sæti meðan á því stóð. Að lokum urðu það Ævar Ármannsson og Árni Bjarnason sem hömpuðu titlinum.
Gústi vert hélt skemmtilegt jólamót með veglegum vinningum föstudaginn 6.desember. Því lauk með sigri Frímanns Stefánssonar og Reynir Helgasonar.
Bland.com skaust á toppinn með 81,20 stig eftir 6 umferðir af 11 í Aðalsveitakeppni BH. Sveit Gabríel Gíslasonar er í 2. sæti með 78,58 stig og í 3ja sæti er Miðvikudagsklúbburinn með 75,36 stig.
Þegar aðeins er eftir að spila þrettándu og síðustu umferðina í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs eru tvær sveitir sem enn geta borið sigur úr bítum.
Ekki náði neinn að ógna þeim Kristjáni Má og Gísla á toppnum, og enduðu þeir kappar sem öruggir sigurvegarar Sigfúsartvímenningsins. Öllu meiri keppni var um næstu sæti, en þeir Guðjón og Vilhjálmur náðu öðrusætinu eftir mikla baráttu.
5. des fór af stað 3ja kvölda tvímenningur þar sem 2 kvöld telja. Arnór Ragnarsson og Gunnlaugur Sævarsson voru efstir í kvöld með 56% skor.
Föstudaginn 29. nóvember komu Hafnfirðingar í heimsókn til Selfyssinga og háðu árlegu bæjarkeppni sína. Var þetta í 68. sinn sem keppnin fer fram, en hún hefur verið spiluð á hverju ári síðan árið 1945. Leikar fóru þannig að Hafnfirðingar unnu með 104 stigum gegn 70. Borð Hafnarfjörður 1 19 11 2 15 15 3 13 17 4 19 11 5 1 25 6 3 25 Alls 70 104 Spilagjöfin úr keppninni er á þessari síðu og hér á Facebook síðu Bridgesambandsins má finna myndir sem Aðalsteinn Jörgensen tók í keppninni.
Sl. þriðjudagskvöld var 4. umferðin í Butlerkeppni félagsins leikin. 13 pör mættu til leiks. "Þá fór nú blóðið loksins að renna í kallinum og við komumst á skrið" sagði Birgir brattur þegar hann sagði frá því þegar hann gaf Erni, makker sínum, í nefið um mitt kvöld og Örn hnerraði hraustlega.
Þriðja kvöldið af fjórum voru það Ævar Ármannsson og Árni Bjarnason sem náðu bestum árangri en sem fyrr eru efstir Pétur Guðjónsson, Stefán Ragnarsson og Grettir Frímannsson.
Auðbergur Jónsson og Hafsteinn Larsen sigruðu 100 ára Afmælismót Hugins.
Guðmundur Snorrason og Kjartan Ásmundsson unnu fyrsta föstudagskvöld BR með 63% skor. Í 2. sæti voru Gabríel Gíslason og Gísli Steingrímsson me 58,7% og í 3ja sæti voru Bergur Reynisson og Stefán Stefánsson með 55,9%.
kvöld, föstudaginn 29. nóvember ætlar Bridgefélag Reykjavíkur að vera með eins kvölds tvímenning í Síðumúlanum og hefst spilamennska kl.19 og ef menn eru í miklu spilaskapi verður kannski sett upp sveitakeppni á eftir.
Eftir tíu umferðir af þrettán í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs hefur sveit Hjördísar Sigurjónsdóttur aukið við forskotið aftur og hefur nú 21 stig á næstu sveit.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar